Jarðskjálftar virðast ekki tengjast kvikuhreyfingum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2020 22:41 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali við Stöð 2 í Öskju í dag, jarðvísindahúsi Háskóla Íslands. Stöð 2/Einar Árnason. Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira