Alvarlegur skortur á krabbameinslyfjum ekki einsdæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 11:32 Hafdís segir að reglulega komi upp lyfjaskortur fyrir konur sem lokið hafa meðferði við brjóstakrabbameini. Aðsend/Egill Skortur er árlega á nauðsynlegu andhormónalyfi fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini að sögn konu sem tekur lyfið. Skorturinn er alvarlegur þessa dagana en bæði er frumlyfið, Aromasin, og samheitalyfið, Exemestan, ófáanlegt. „Þetta gerist á hverju ári en kannski ekki svo alvarlega að hvorki frumlyf né samheitalyf séu til. Það hefur gerst einu sinni áður, árið 2018 í einhverja daga,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem greindi frá áhyggjum sínum í pistli á Facebook. Aromasin hefur verið uppurið í apótekum landsins frá 13. júlí og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en 27. júlí. Þá hefur Exemestan verið á biðlista frá 31. mars. Að sögn Hafdísar eru nokkrir pakkar til af því í apótekum en þau vilji ekki selja lyfin þar sem þau renni út í lok mánaðar. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að lyfin séu nú á leið til landsins með flugi. „Þessu fylgir mikill kvíði og vanlíðan því við treystum á það að við erum að taka þetta lyf til að koma í veg fyrir að við fáum meinvörp eða endurkomu brjóstakrabbameins. Þetta er til að minnka líkurnar á því svo maður vill taka þetta samviskusamlega daglega næstu fimm til tíu ár. Ég á að taka lyfið í tíu ár og ég vil ekkert missa úr degi, hvað þá tíu daga út af því að það er ekkert lyf til,“ segir Hafdís. Hafdís Priscilla segir mikinn kvíða og vanlíðan fylgja því að lyfjaöryggi sé ekki mikið.Aðsend Hún segir margar konur leita til annarra kvenna í sömu stöðu til að fá lyf lánuð. „Þá fer þetta bara í það að konur biðja hvor aðra um að lána sér sem auðvitað allar reglur segja okkur að við eigum ekki að gera. Við eigum ekki að fá lánuð lyf frá öðrum en maður gerir þetta og sem betur fer þá vita konur í þessari stöðu. Þær sem eru aflögufærar, þær hjálpa. Það vill enginn vera í þessari stöðu.“ Lyfin mikið inngrip fyrir konur Hafdís segist vera í Facebook-hópi fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. „Þar fáum við að frétta ef einhver fer í apótekið og lyfið er ekki til, þá erum við látnar vita. Við heyrum þetta ekki frá læknum okkar eða spítalanum , við heyrum þetta yfirleitt frá hvor annarri, við látum þetta fréttast.“ Hafdís lýsir því að lyfið dragi úr estrógenframleiðslu líkamans en krabbameinsfrumurnar nærist á estrógeninu. Konur taki lyfin í fimm til tíu ár eftir að krabbameinsmeðferð er lokið til að reyna að tryggja að sjúkdómurinn bæli ekki á sér aftur. Lyfin valdi jafnframt tíðahvörfum og sé það því gríðarlegt inngrip að taka lyfin. Vegna lyfjaskortsins þurfi margar konur að flakka á milli þess að taka frumlyfið og samheitalyfið en slíkt hringl geti haft mikil áhrif þar sem samheitalyfið sé með önnur fylliefni og geti því farið misilla í konur. Hafdís á sjálf eina töflu eftir en hún komst að því í gær að lyfjaskortur væri í landinu. Hún hafi ætlað að leysa lyfin út í vikunni en hún hafi frétt af því í Facebook-hópnum að það yrði ekki hægt. „Núna er ég bara að bíða eftir að krabbameinslæknirinn hringi í mig svo ég geti fengið að vita hvað ég á að gera. Ég vil helst ekki fá lánuð lyf hjá öðrum. Ég vil ekki hugsa: jæja, ég á tuttugu daga skammt, svo fæ ég tíu daga hjá einhverjum. Hvernig á ég að redda því?“ Ég vil bara fá lyfin mín og þetta eru lífsnauðsynleg lyf ef maður vill gera allt til að passa að maður lendi ekki í þessari stöðu aftur. Þannig að þetta veldur miklum kvíða og vanlíðan. Yfirleitt reddast hlutirnir en þetta er ekki svona hlutur sem maður á að vera í að redda. Í staðin fyrir að vera búinn að njóta sín hér í gær í bústað með fjölskyldunni er ég búin að vera í símanum að athuga hvar ég get fundið þetta. Hún segist ekki geta trúað því að lyfjaskorturinn sé tilkominn af Covid-ástandinu. „Ég get ekki sagt að þetta sé endilega Covid því þetta gerist allt of oft en hver ástæðan er veit ég ekki, ég veit ekki hvort þetta sé svona alls staðar í heiminum, hvort þetta hafi eitthvað með framleiðsluna að gera eða ekki.“ Lyf Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Skortur er árlega á nauðsynlegu andhormónalyfi fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini að sögn konu sem tekur lyfið. Skorturinn er alvarlegur þessa dagana en bæði er frumlyfið, Aromasin, og samheitalyfið, Exemestan, ófáanlegt. „Þetta gerist á hverju ári en kannski ekki svo alvarlega að hvorki frumlyf né samheitalyf séu til. Það hefur gerst einu sinni áður, árið 2018 í einhverja daga,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem greindi frá áhyggjum sínum í pistli á Facebook. Aromasin hefur verið uppurið í apótekum landsins frá 13. júlí og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en 27. júlí. Þá hefur Exemestan verið á biðlista frá 31. mars. Að sögn Hafdísar eru nokkrir pakkar til af því í apótekum en þau vilji ekki selja lyfin þar sem þau renni út í lok mánaðar. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að lyfin séu nú á leið til landsins með flugi. „Þessu fylgir mikill kvíði og vanlíðan því við treystum á það að við erum að taka þetta lyf til að koma í veg fyrir að við fáum meinvörp eða endurkomu brjóstakrabbameins. Þetta er til að minnka líkurnar á því svo maður vill taka þetta samviskusamlega daglega næstu fimm til tíu ár. Ég á að taka lyfið í tíu ár og ég vil ekkert missa úr degi, hvað þá tíu daga út af því að það er ekkert lyf til,“ segir Hafdís. Hafdís Priscilla segir mikinn kvíða og vanlíðan fylgja því að lyfjaöryggi sé ekki mikið.Aðsend Hún segir margar konur leita til annarra kvenna í sömu stöðu til að fá lyf lánuð. „Þá fer þetta bara í það að konur biðja hvor aðra um að lána sér sem auðvitað allar reglur segja okkur að við eigum ekki að gera. Við eigum ekki að fá lánuð lyf frá öðrum en maður gerir þetta og sem betur fer þá vita konur í þessari stöðu. Þær sem eru aflögufærar, þær hjálpa. Það vill enginn vera í þessari stöðu.“ Lyfin mikið inngrip fyrir konur Hafdís segist vera í Facebook-hópi fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. „Þar fáum við að frétta ef einhver fer í apótekið og lyfið er ekki til, þá erum við látnar vita. Við heyrum þetta ekki frá læknum okkar eða spítalanum , við heyrum þetta yfirleitt frá hvor annarri, við látum þetta fréttast.“ Hafdís lýsir því að lyfið dragi úr estrógenframleiðslu líkamans en krabbameinsfrumurnar nærist á estrógeninu. Konur taki lyfin í fimm til tíu ár eftir að krabbameinsmeðferð er lokið til að reyna að tryggja að sjúkdómurinn bæli ekki á sér aftur. Lyfin valdi jafnframt tíðahvörfum og sé það því gríðarlegt inngrip að taka lyfin. Vegna lyfjaskortsins þurfi margar konur að flakka á milli þess að taka frumlyfið og samheitalyfið en slíkt hringl geti haft mikil áhrif þar sem samheitalyfið sé með önnur fylliefni og geti því farið misilla í konur. Hafdís á sjálf eina töflu eftir en hún komst að því í gær að lyfjaskortur væri í landinu. Hún hafi ætlað að leysa lyfin út í vikunni en hún hafi frétt af því í Facebook-hópnum að það yrði ekki hægt. „Núna er ég bara að bíða eftir að krabbameinslæknirinn hringi í mig svo ég geti fengið að vita hvað ég á að gera. Ég vil helst ekki fá lánuð lyf hjá öðrum. Ég vil ekki hugsa: jæja, ég á tuttugu daga skammt, svo fæ ég tíu daga hjá einhverjum. Hvernig á ég að redda því?“ Ég vil bara fá lyfin mín og þetta eru lífsnauðsynleg lyf ef maður vill gera allt til að passa að maður lendi ekki í þessari stöðu aftur. Þannig að þetta veldur miklum kvíða og vanlíðan. Yfirleitt reddast hlutirnir en þetta er ekki svona hlutur sem maður á að vera í að redda. Í staðin fyrir að vera búinn að njóta sín hér í gær í bústað með fjölskyldunni er ég búin að vera í símanum að athuga hvar ég get fundið þetta. Hún segist ekki geta trúað því að lyfjaskorturinn sé tilkominn af Covid-ástandinu. „Ég get ekki sagt að þetta sé endilega Covid því þetta gerist allt of oft en hver ástæðan er veit ég ekki, ég veit ekki hvort þetta sé svona alls staðar í heiminum, hvort þetta hafi eitthvað með framleiðsluna að gera eða ekki.“
Lyf Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira