Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 06:45 Smitum fækkaði verulega milli vikna. Vísir/Getty Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. Í 17 af 20 af héruðum landsins sýnir tölfræðin að smitum fer ört fækkandi en aðeins þrjú héruð uppfylltu viðmið norskra heilbrigðisyfirvalda í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens gang þar sem farið er yfir stöðuna í Svíþjóð. Þar kemur fram að vikuna 22. til 28. júní voru 1.126 ný smit skráð í landinu á hverjum degi en tveimur vikum seinna voru þau að meðaltali fjögur hundruð. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem voru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út það viðmið fyrir Norðurlöndin og lönd innan Schengen að aðeins tuttugu smit greinist á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili svo staðan sé ásættanleg. Það þýðir að í Svíþjóð þurfa ný smit að vera færri en 147 á hverjum degi og því er enn töluvert í land. Í yfirferð VG segir að síðasta vika júnímánaðar hafi verið ein sú versta í Svíþjóð hvað varðar fjölda smita. Þá hafi 76,2 á hverja 100 þúsund íbúa greinst með veiruna. Í síðustu viku varð töluverð breyting þar á þegar 27,1 á hverja 100 þúsund greindust með veiruna og náðu tólf héruð þeim áfanga að halda fjöldanum undir 20 á hverja 100 þúsund í þeirri viku. Flest héruð hafa náð að auka getu sýna hvað varðar sýnatökur sem gæti leitt til þess að fleiri smit greinist hverju sinni. Líkt og segir í frétt VG er líklegt að fleiri smit greinist þegar afkastagetan í sýnatökum eykst. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45 Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. Í 17 af 20 af héruðum landsins sýnir tölfræðin að smitum fer ört fækkandi en aðeins þrjú héruð uppfylltu viðmið norskra heilbrigðisyfirvalda í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens gang þar sem farið er yfir stöðuna í Svíþjóð. Þar kemur fram að vikuna 22. til 28. júní voru 1.126 ný smit skráð í landinu á hverjum degi en tveimur vikum seinna voru þau að meðaltali fjögur hundruð. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem voru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út það viðmið fyrir Norðurlöndin og lönd innan Schengen að aðeins tuttugu smit greinist á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili svo staðan sé ásættanleg. Það þýðir að í Svíþjóð þurfa ný smit að vera færri en 147 á hverjum degi og því er enn töluvert í land. Í yfirferð VG segir að síðasta vika júnímánaðar hafi verið ein sú versta í Svíþjóð hvað varðar fjölda smita. Þá hafi 76,2 á hverja 100 þúsund íbúa greinst með veiruna. Í síðustu viku varð töluverð breyting þar á þegar 27,1 á hverja 100 þúsund greindust með veiruna og náðu tólf héruð þeim áfanga að halda fjöldanum undir 20 á hverja 100 þúsund í þeirri viku. Flest héruð hafa náð að auka getu sýna hvað varðar sýnatökur sem gæti leitt til þess að fleiri smit greinist hverju sinni. Líkt og segir í frétt VG er líklegt að fleiri smit greinist þegar afkastagetan í sýnatökum eykst.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45 Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23
Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45
Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47