Minnkandi frjósemi áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2020 10:46 Minnkandi frjósemi er mikið áhyggjuefni samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var á dögunum. Getty Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót – þar á meðal á Spáni og í Japan samkvæmt nýrri rannsókn Institute for Health Metrics hjá háskólanum í Washington sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á samfélög að sögn rannsakenda og segja þeir að fjöldi barna sem munu fæðast á hverju ári verði jafn mikill og fjöldi þeirra sem verða áttræðir ár hvert. Barngildi – það er, meðalfjöldi barna sem kona fæðir yfir lífsleiðina – fer hríðfallandi. Ef fjöldi barna sem konur eignast verður minni en að meðaltali 2,1 börn mun íbúafjöldi fara minnkandi. Árið 1950 eignuðust konur að meðaltali 4,7 börn yfir ævina. Samkvæmt rannsókninni var barngildi kvenna árið 2017 orðið 2,4 börn og árið 2100 mun það verða um 1,7 börn. Ef þetta stenst mun íbúafjöldi heimsins verða mestur í kring um árið 2064 en þeir spá fyrir að þá verði um 9,7 milljarðar í heiminum áður en íbúafjöldinn mun hrynja í lok aldarinnar og verða um 8,8 milljarðar um aldamótin. Rannsóknin segir ástæðuna vera þá að fleiri konur sæki sér nú menntunar og fari svo út á vinnumarkaðinn, auk þess sem getnaðarvarnir eru aðgengilegri og fyrir vikið eignist konur færri börn. Hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum? Því er spáð að íbúafjöldi Japan hafi náð hámarki árið 2017 með um 128 milljón íbúum og muni fjöldinn hríðfalla í 53 milljónir fyrir lok aldarinnar. Þá mun Ítalía einnig verða fyrir miklum áhrifum – fara úr 61 milljón íbúa í 28 milljónir á sama tíma. Þetta eru tvö þeirra 23 landa sem talin eru í hópi þeirra þar sem íbúafjöldi mun verða helmingi minni í lok aldarinnar. Meðal þeirra eru einnig Spánn, Portúgal, Taíland og Suður-Kórea. Þá er talið að Kína – sem er fjölmennasta land heimsins – muni ná hámarki íbúafjölda eftir fjögur ár með 1,4 milljarða íbúa og hrynja niður í 732 milljónir um aldamótin. Indland muni taka við keflinu sem fjölmennasta land heims. Því er einnig spáð að Bretland muni ná hámarki árið 2063 með 75 milljónir íbúa og muni þeim fækka niður í 71 milljón um aldamót. Vandamálið mun hins vegar hafa áhrif á allan heiminn, og mun barngildi 183 af 195 löndum heimsins verða undir því gildi sem til þarf til að stemma stigu við minnkandi íbúafjölda. Hvers vegna er þetta vandamál? Að sögn rannsakenda gætu margir hugsað með sér að þetta sé jákvæð þróun, þá sérstaklega ef hugað er að loftslagsmálum þar sem minnkandi íbúafjöldi muni leiða til minnkandi kolefnisútblásturs. Það sé hins vegar neikvætt að meðalaldur íbúanna verður hærri. Gamalt fólk verði mun fleira en ungt. Rannsóknin spáir því fyrir að börn undir fimm ára aldri muni falla úr því að verða 681 milljónir árið 2017 niður í 401 milljón um aldamótin. Þá muni fjöldi þeirra sem verða yfir áttræðu hækka úr 141 milljón árið 2017 í 866 milljónir um aldamótin. Christopher Murray, prófessor og einn rannsakenda, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það muni leiða til mikilla samfélagsbreytinga. Það valdi honum miklum áhyggjum. Hann kastar fram þessum spurningum: Hver greiðir skatta í heimi þar sem fólk er að meðaltali mun eldra? Hver mun greiða fyrir heilbrigðisþjónustu aldraðra? Hver hlynnir að öldruðum? Mun fólk enn geta sest í helgan stein? Börn og uppeldi Frjósemi Vísindi Tengdar fréttir Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót – þar á meðal á Spáni og í Japan samkvæmt nýrri rannsókn Institute for Health Metrics hjá háskólanum í Washington sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á samfélög að sögn rannsakenda og segja þeir að fjöldi barna sem munu fæðast á hverju ári verði jafn mikill og fjöldi þeirra sem verða áttræðir ár hvert. Barngildi – það er, meðalfjöldi barna sem kona fæðir yfir lífsleiðina – fer hríðfallandi. Ef fjöldi barna sem konur eignast verður minni en að meðaltali 2,1 börn mun íbúafjöldi fara minnkandi. Árið 1950 eignuðust konur að meðaltali 4,7 börn yfir ævina. Samkvæmt rannsókninni var barngildi kvenna árið 2017 orðið 2,4 börn og árið 2100 mun það verða um 1,7 börn. Ef þetta stenst mun íbúafjöldi heimsins verða mestur í kring um árið 2064 en þeir spá fyrir að þá verði um 9,7 milljarðar í heiminum áður en íbúafjöldinn mun hrynja í lok aldarinnar og verða um 8,8 milljarðar um aldamótin. Rannsóknin segir ástæðuna vera þá að fleiri konur sæki sér nú menntunar og fari svo út á vinnumarkaðinn, auk þess sem getnaðarvarnir eru aðgengilegri og fyrir vikið eignist konur færri börn. Hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum? Því er spáð að íbúafjöldi Japan hafi náð hámarki árið 2017 með um 128 milljón íbúum og muni fjöldinn hríðfalla í 53 milljónir fyrir lok aldarinnar. Þá mun Ítalía einnig verða fyrir miklum áhrifum – fara úr 61 milljón íbúa í 28 milljónir á sama tíma. Þetta eru tvö þeirra 23 landa sem talin eru í hópi þeirra þar sem íbúafjöldi mun verða helmingi minni í lok aldarinnar. Meðal þeirra eru einnig Spánn, Portúgal, Taíland og Suður-Kórea. Þá er talið að Kína – sem er fjölmennasta land heimsins – muni ná hámarki íbúafjölda eftir fjögur ár með 1,4 milljarða íbúa og hrynja niður í 732 milljónir um aldamótin. Indland muni taka við keflinu sem fjölmennasta land heims. Því er einnig spáð að Bretland muni ná hámarki árið 2063 með 75 milljónir íbúa og muni þeim fækka niður í 71 milljón um aldamót. Vandamálið mun hins vegar hafa áhrif á allan heiminn, og mun barngildi 183 af 195 löndum heimsins verða undir því gildi sem til þarf til að stemma stigu við minnkandi íbúafjölda. Hvers vegna er þetta vandamál? Að sögn rannsakenda gætu margir hugsað með sér að þetta sé jákvæð þróun, þá sérstaklega ef hugað er að loftslagsmálum þar sem minnkandi íbúafjöldi muni leiða til minnkandi kolefnisútblásturs. Það sé hins vegar neikvætt að meðalaldur íbúanna verður hærri. Gamalt fólk verði mun fleira en ungt. Rannsóknin spáir því fyrir að börn undir fimm ára aldri muni falla úr því að verða 681 milljónir árið 2017 niður í 401 milljón um aldamótin. Þá muni fjöldi þeirra sem verða yfir áttræðu hækka úr 141 milljón árið 2017 í 866 milljónir um aldamótin. Christopher Murray, prófessor og einn rannsakenda, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það muni leiða til mikilla samfélagsbreytinga. Það valdi honum miklum áhyggjum. Hann kastar fram þessum spurningum: Hver greiðir skatta í heimi þar sem fólk er að meðaltali mun eldra? Hver mun greiða fyrir heilbrigðisþjónustu aldraðra? Hver hlynnir að öldruðum? Mun fólk enn geta sest í helgan stein?
Börn og uppeldi Frjósemi Vísindi Tengdar fréttir Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30