Búið að draga í Meistaradeildinni | Ronaldo gæti mætt sínum gömlu félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 10:50 Ronaldo átti ekki sinn besta dag er Juventus tapaði 1-0 fyrir Lyon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Monika Majer/Getty Images Dregið var í dag í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Það sem eftir er af keppninni verður frábrugðið því sem við erum vön. Í stað þess að lið spili heima og að heiman verður aðeins einn leikur til að skera úr um hvaða lið fer áfram. Munu allir leikir keppninnar sem eftir eru fara fram í Lisabon í Portúgal. Leikið verður á Estadio do Sport Lisboa, heimavelli Benfica og á Estadio Jose Alvalade sem er heimavöllur Sporting. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 Enn á eftir að klára nokkrar viðureignir í 16-liða úrslitum en það gæti til að mynda farið svo að Cristiano Ronaldo mæti sínum gömlu félögum í Real Madrid í 8-liða úrslitum. Þá þyrftu bæði Juve og Real að vinna síðari leiki sína gegn Lyon og Manchester City. Lionel Messi og félagar í Barcelona þurfa að landa sigri í síðari leik sínum gegn Napoli til að fara áfram. Þar bíður þeirra að öllum líkindum Bayern Munich en þýska liðið vann Chelsea 3-0 á Brúnni í Lundúnum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. RB Leipzig mætir Atletico Madrid og hið stórskemmtilega Atalanta mætir stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain. Einnig var dregið í undanúrslit keppninnar. Sigurvegarinn úr viðureign Leipzig og Atl. Madrid mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Atalanta og PSG. Erfiðara er að rýna í hinn undanúrslitaleikinn en þar verður eitt af þessum fjórum liðum: Real Madrid, Manchester City, Lyon eða Juventus. Mótherjinn verður sigurvegarinn úr viðureign Bayern Munich [nema Chelsea komi verulega á óvart í Þýskalandi] gegn Napoli eða Barcelona. 8-liða úrslitin verða leikin frá 12. til 15. ágúst og undanúrslitin 18. og 19. ágúst. Verða allir leikirnir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Dregið var í dag í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Það sem eftir er af keppninni verður frábrugðið því sem við erum vön. Í stað þess að lið spili heima og að heiman verður aðeins einn leikur til að skera úr um hvaða lið fer áfram. Munu allir leikir keppninnar sem eftir eru fara fram í Lisabon í Portúgal. Leikið verður á Estadio do Sport Lisboa, heimavelli Benfica og á Estadio Jose Alvalade sem er heimavöllur Sporting. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 Enn á eftir að klára nokkrar viðureignir í 16-liða úrslitum en það gæti til að mynda farið svo að Cristiano Ronaldo mæti sínum gömlu félögum í Real Madrid í 8-liða úrslitum. Þá þyrftu bæði Juve og Real að vinna síðari leiki sína gegn Lyon og Manchester City. Lionel Messi og félagar í Barcelona þurfa að landa sigri í síðari leik sínum gegn Napoli til að fara áfram. Þar bíður þeirra að öllum líkindum Bayern Munich en þýska liðið vann Chelsea 3-0 á Brúnni í Lundúnum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. RB Leipzig mætir Atletico Madrid og hið stórskemmtilega Atalanta mætir stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain. Einnig var dregið í undanúrslit keppninnar. Sigurvegarinn úr viðureign Leipzig og Atl. Madrid mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Atalanta og PSG. Erfiðara er að rýna í hinn undanúrslitaleikinn en þar verður eitt af þessum fjórum liðum: Real Madrid, Manchester City, Lyon eða Juventus. Mótherjinn verður sigurvegarinn úr viðureign Bayern Munich [nema Chelsea komi verulega á óvart í Þýskalandi] gegn Napoli eða Barcelona. 8-liða úrslitin verða leikin frá 12. til 15. ágúst og undanúrslitin 18. og 19. ágúst. Verða allir leikirnir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira