Sport

Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti

Aron Guðmundsson skrifar
Fyrrverandi heimsmeistarinn Michael Smith er úr leik á HM
Fyrrverandi heimsmeistarinn Michael Smith er úr leik á HM Vísir/Getty

Stórtíðindi áttu sér stað á HM í pílukasti í kvöld. Michael Smith, heimsmeistarinn í pílukasti árið 2023, er úr leik á HM og Chris Dobey, einn af hæst skrifuðu pílukösturunum á heimsvísu í dag, er einnig úr leik. 

Sjö viðureignir fóru fram á í dag og mætti segja að 3-1 tap Smith gegn Hollendingnum Niels Zonneveld hafi falið í sér stærstu tíðindin. Zonneveld engin nýgræðingur í íþróttinni og afar öflugur pílukastari og reyndist of stór biti fyrir fyrrverandi heimsmeistarann í kvöld. 

Þau voru hins vegar ekki minni tíðindin í viðureign Andrew Gilding og Chris Dobey, sem vermir áttunda sæti á heimslista PDC þessa stundina. Svo fór að Gilding sýndi frábær tilþrif í kvöld og Dobey að velli með þremur settum gegn einu. Hreint út sagt frábær árangur hjá þessum 55 ára gamla Breta sem tryggir sér sæti í þriðju umferð.

Þá gerði gamla brýnið Stephen Bunting sitt gegn Indverjanum Nitin Kumar sem vakti snemma athygli á mótinu. Bunting sópaði Kumar út úr mótinu 3-0.

Önnur úrslit: 

Ryan Searle 3 - 0 Brendan Dolan 

Andreas Harrysson 3 - 0 Motomu Sakai

Dirk van Duijvenbode 2 - 3 James Hurrell

Dave Chisnall 2 - 3 Ricardo Pietreczko




Fleiri fréttir

Sjá meira


×