Fótbolti

Madrídingar anda ofan í háls­málið á Börsungum

Aron Guðmundsson skrifar
Kylian Mbappé skoraði eitt marka Real Madrid í kvöld
Kylian Mbappé skoraði eitt marka Real Madrid í kvöld

Real Madrid bar sigurorðið af Sevilla er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 sigur Madrídinga sem viðhalda pressu sinni á toppliði Barcelona.

Það voru þeir Jude Bellingham og Kylian Mbappé sem skoruðu mörk Madrídinga í kvöld en leikur liðanna fór fram á Santiago Bernabeu í Madrid.

Gestirnir í liði Sevilla misstu mann af velli með rautt spjald á 68.mínútu í stöðunni 1-0 Real Madrid i vil og tókst ekki að klekkja á heimamönnum. 

Heilt yfir voru Madrídingar sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra sér til þess að aðeins einu stigi munar á þeim og toppliði Barcelona. 

Börsungar eiga hins vegar leik til góða á erkifjendur sína og eiga fyrir höndum krefjandi leik á morgun er þeir heimsækja liðið í þriðja sæti, Villarreal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×