„Þú munt drepa mig, maður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 06:52 George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn. Getty Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira