Boða byltingu í sjávarútvegi við beinhreinsun þorskfiska Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2020 21:04 Þeir Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur og Jóhannes Arason matvælafræðingur standa að fyrirtækinu Protein Save. Þeir vinna að því að koma upp þróunarsetri í þessu fiskvinnsluhúsi í Grindavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið. Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið.
Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira