Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júní 2020 00:39 Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. Í samtali við fréttastofu sagði Aðalsteinn að sögulegt samkomulag hafi náðst um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Miðlunartillagan sé óvenjuleg lausn en kringumstæðurnar séu einnig gríðarlega óvenjulegar. „Þetta er búið að vera mjög ströng, flókin og þung kjaradeila eins og allir þekkja. Við erum búin að sitja við lengi núna. Okkar samtali lauk með því að ég lagði fram miðlunartillögu. Með þessari miðlunartillögu er verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast á morgun afstýrt,“ sagði Aðalsteinn í Karphúsinu í kvöld. Miðlunartillagan mun vera send rafrænt til félagsmanna í Fíh og munu félagsmenn greiða atkvæði um hana frá og með hádegi næsta miðvikudags en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 10:00 næsta laugardag. Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson mun greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Hjúkrunarfræðingar geti verið stoltir af staðfastri forystusveit Aðalsteinn sagði lausnina sem beitt er vera óvenjulega. „Það sem ég get sagt er að þetta er heldur óvenjuleg lausn, óvenjuleg leið sem ég fer hér. Ég réttlæti hana með því að við erum að tala um gríðarlega mikilvæga stétt hjúkrunarfræðinga og líka gríðarlega óvenjulegar kringumstæður. Þess vegna fannst mér rétt að leggja fram þessa miðlunartillögu. Miðlunartillagan felur í sér allt það sem sátt náðist um og það eru mjög mörg atriði sem gott samtal og góð sátt var um á milli samningsaðila.“ Ríkissáttasemjari sagði samninganefndirnar hafa lagt hart að sér. Samninganefnd ríkisins hafi unnið af stakri fagmennsku og Fíh geti verið stolt af sinni „staðföstu forystusveit.“ Í fréttatilkynningu sem send var út vegna lausnarinnar sagði að nefndirnar hefðu náð samkomulagi um hartnær öll atriði kjarasamningsins. Það sem ekki náðist samstaða um, launaliðurinn, verður sendur í gerðardóm að sögn Aðalsteins. „Það var mitt mat að það myndi ekki nást samstaða um það við samningaborðið og því vísa ég því í sérstakan gerðardóm samkvæmt miðlunartillögunni.“ Vísað var til gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra en þá reyndist mikið ósætti við niðurstöður dómsins. Aðalsteinn segist trúa því að litið verði á þetta með jákvæðum augum. Þessi tillaga, án þess að ég fari mjög ítarlega í hana, þá fer mjög skilgreint atriði sem snýr að launum hjúkrunarfræðinga í gerðardóm. Ég hef trú á því að það verði litið á þetta með jákvæðum augum. Sögulegt samkomulag náðist um breytt vinnufyrirkomulag Aðalsteinn segir að á meðal þess sem samninganefndirnar hafi komið sér saman um sé fyrirkomulag sem varðar styttingu vinnuvikunnar og breytt vinnufyrirkomulag. Sagði ríkissáttasemjari að góð sátt hafi náðst um málið. „Núna hefur náðst samkomulag sem ég myndi segja að væri sögulegt samkomulag um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Hjúkrunarfræðingar hafa verið leiðandi í því starfi, sagði Aðalsteinn og bætti við að í raun væri ógerlegt að fara yfir nákvæmlega hvað í því fælist vegna þeirra fjölmörgu þátta sem að því koma. Fréttir hafa borist að því að hjúkrunarfræðingar hefðu farið fram á hækkanir sem væru umtalsvert meiri en aðrir á vinnumarkaði hafa fengið. Aðalsteinn sagði best að hjúkrunarfræðingar sjálfir segðu frá eigin kröfum en ekki að ríkissáttasemjari fengi það hlutverk. Það sem ég get sagt er að það fara afmörkuð atriði í þennan gerðardóm. Það verður á ábyrgð félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að kynna miðlunartillöguna fyrir sínum félagsmönnum. Það er rétt að félagar í Fíh fái fyrst að vita nákvæmlega hvað í henni felst. Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. Í samtali við fréttastofu sagði Aðalsteinn að sögulegt samkomulag hafi náðst um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Miðlunartillagan sé óvenjuleg lausn en kringumstæðurnar séu einnig gríðarlega óvenjulegar. „Þetta er búið að vera mjög ströng, flókin og þung kjaradeila eins og allir þekkja. Við erum búin að sitja við lengi núna. Okkar samtali lauk með því að ég lagði fram miðlunartillögu. Með þessari miðlunartillögu er verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast á morgun afstýrt,“ sagði Aðalsteinn í Karphúsinu í kvöld. Miðlunartillagan mun vera send rafrænt til félagsmanna í Fíh og munu félagsmenn greiða atkvæði um hana frá og með hádegi næsta miðvikudags en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 10:00 næsta laugardag. Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson mun greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Hjúkrunarfræðingar geti verið stoltir af staðfastri forystusveit Aðalsteinn sagði lausnina sem beitt er vera óvenjulega. „Það sem ég get sagt er að þetta er heldur óvenjuleg lausn, óvenjuleg leið sem ég fer hér. Ég réttlæti hana með því að við erum að tala um gríðarlega mikilvæga stétt hjúkrunarfræðinga og líka gríðarlega óvenjulegar kringumstæður. Þess vegna fannst mér rétt að leggja fram þessa miðlunartillögu. Miðlunartillagan felur í sér allt það sem sátt náðist um og það eru mjög mörg atriði sem gott samtal og góð sátt var um á milli samningsaðila.“ Ríkissáttasemjari sagði samninganefndirnar hafa lagt hart að sér. Samninganefnd ríkisins hafi unnið af stakri fagmennsku og Fíh geti verið stolt af sinni „staðföstu forystusveit.“ Í fréttatilkynningu sem send var út vegna lausnarinnar sagði að nefndirnar hefðu náð samkomulagi um hartnær öll atriði kjarasamningsins. Það sem ekki náðist samstaða um, launaliðurinn, verður sendur í gerðardóm að sögn Aðalsteins. „Það var mitt mat að það myndi ekki nást samstaða um það við samningaborðið og því vísa ég því í sérstakan gerðardóm samkvæmt miðlunartillögunni.“ Vísað var til gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra en þá reyndist mikið ósætti við niðurstöður dómsins. Aðalsteinn segist trúa því að litið verði á þetta með jákvæðum augum. Þessi tillaga, án þess að ég fari mjög ítarlega í hana, þá fer mjög skilgreint atriði sem snýr að launum hjúkrunarfræðinga í gerðardóm. Ég hef trú á því að það verði litið á þetta með jákvæðum augum. Sögulegt samkomulag náðist um breytt vinnufyrirkomulag Aðalsteinn segir að á meðal þess sem samninganefndirnar hafi komið sér saman um sé fyrirkomulag sem varðar styttingu vinnuvikunnar og breytt vinnufyrirkomulag. Sagði ríkissáttasemjari að góð sátt hafi náðst um málið. „Núna hefur náðst samkomulag sem ég myndi segja að væri sögulegt samkomulag um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Hjúkrunarfræðingar hafa verið leiðandi í því starfi, sagði Aðalsteinn og bætti við að í raun væri ógerlegt að fara yfir nákvæmlega hvað í því fælist vegna þeirra fjölmörgu þátta sem að því koma. Fréttir hafa borist að því að hjúkrunarfræðingar hefðu farið fram á hækkanir sem væru umtalsvert meiri en aðrir á vinnumarkaði hafa fengið. Aðalsteinn sagði best að hjúkrunarfræðingar sjálfir segðu frá eigin kröfum en ekki að ríkissáttasemjari fengi það hlutverk. Það sem ég get sagt er að það fara afmörkuð atriði í þennan gerðardóm. Það verður á ábyrgð félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að kynna miðlunartillöguna fyrir sínum félagsmönnum. Það er rétt að félagar í Fíh fái fyrst að vita nákvæmlega hvað í henni felst.
Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira