Sendiherraefnið biðst afsökunar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. janúar 2026 15:20 Billy Long var áður þingmaður í Bandaríkjunum og skattstjóri í um tvo mánuði. EPA Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis um grín hafi verið að ræða. Greint var frá því í gær að Long hefði grínast með það við þingmenn Bandaríkjanna í gær að Ísland yrði gert að 52. ríki Bandaríkjanna og hann sjálfur myndi taka við embætti ríkisstjóra. Bandaríkjastjórn tilnefndi Long sem sendiherra á Íslandi en hann hefur þó enn ekki verið skipaður í stöðuna. Arctic Today greinir frá því að Long hafi beðist afsökunar á ummælum sínum. „Þetta var ekkert alvarlegt, ég var með fólki sem ég hafði ekki hitt í þrjú ár og það var að grínast með að Jeff Landry yrði ríkisstjóri Grænlands og fór svo að grínast með mig og ef einhver tók því illa, þá biðst ég afsökunar,“ er haft eftir Long. Ummæli hans vöktu mikla reiði á Íslandi. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði brandarann ekki fyndinn í pontu á Alþingi í morgun. Slíkir brandarar ógni fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Jón Axel Ólafsson, fjölmiðlamaður með meiru, stofnaði undirskriftarlista þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er hvött til að hafna Long sem sendiherra. Tæplega 2400 hafa undirritað listann þegar þessi orð eru rituð. Í viðtalinu sagðist Long ekki hafa frétt af viðbrögðum hérlendis við ummælunum. Hann vissi ekki heldur að utanríkisráðuneytið hefði haft samband við bandaríska sendiráðið til að athuga sannleiksgildi orða hans líkt og Rúv greindi frá. Hann segist þó skilja viðbrögðin í ljósi þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagst vilja að Bandaríkin myndu eignast Grænland þrátt fyrir að bæði Danir og Grænlendingar taki það í mál. Long ítrekaði að um væri að ræða grín og ekki ætti að taka því alvarlega. „Ég biðst afsökunar og það er eina athugasemdin mín, ég hlakka til að vinna með íslensku þjóðinni og ég biðst afsökunar á því að þessu hafi verið tekið svona, ég var með vinahópi og það var engin alvara á bak við þetta,“ segir hann. Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Greint var frá því í gær að Long hefði grínast með það við þingmenn Bandaríkjanna í gær að Ísland yrði gert að 52. ríki Bandaríkjanna og hann sjálfur myndi taka við embætti ríkisstjóra. Bandaríkjastjórn tilnefndi Long sem sendiherra á Íslandi en hann hefur þó enn ekki verið skipaður í stöðuna. Arctic Today greinir frá því að Long hafi beðist afsökunar á ummælum sínum. „Þetta var ekkert alvarlegt, ég var með fólki sem ég hafði ekki hitt í þrjú ár og það var að grínast með að Jeff Landry yrði ríkisstjóri Grænlands og fór svo að grínast með mig og ef einhver tók því illa, þá biðst ég afsökunar,“ er haft eftir Long. Ummæli hans vöktu mikla reiði á Íslandi. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði brandarann ekki fyndinn í pontu á Alþingi í morgun. Slíkir brandarar ógni fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Jón Axel Ólafsson, fjölmiðlamaður með meiru, stofnaði undirskriftarlista þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er hvött til að hafna Long sem sendiherra. Tæplega 2400 hafa undirritað listann þegar þessi orð eru rituð. Í viðtalinu sagðist Long ekki hafa frétt af viðbrögðum hérlendis við ummælunum. Hann vissi ekki heldur að utanríkisráðuneytið hefði haft samband við bandaríska sendiráðið til að athuga sannleiksgildi orða hans líkt og Rúv greindi frá. Hann segist þó skilja viðbrögðin í ljósi þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagst vilja að Bandaríkin myndu eignast Grænland þrátt fyrir að bæði Danir og Grænlendingar taki það í mál. Long ítrekaði að um væri að ræða grín og ekki ætti að taka því alvarlega. „Ég biðst afsökunar og það er eina athugasemdin mín, ég hlakka til að vinna með íslensku þjóðinni og ég biðst afsökunar á því að þessu hafi verið tekið svona, ég var með vinahópi og það var engin alvara á bak við þetta,“ segir hann.
Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent