Innlent

For­stjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar

Árni Sæberg skrifar
Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi.
Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte, segir það hafa verið honum mikið áfall á ákært hafi verið vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og hann hafi kært brotaþola fyrir rangar sakargiftir. Hann hefur þó stigið til hliðar sem forstjóri.

„Þann 13. maí 2023 hélt ég ásamt kollegum mínum vinnufund á Hótel Rangá. Það kvöld gerðist einfaldlega ekkert af því sem lýst er í stuttri ákæru sem mér var birt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Ég áreitti enga, engin átök áttu sér stað og þaðan af síður ógnaði ég einhverjum. Ég hef aldrei brotið gegn nokkurri manneskju og sver af mér alla óviðeigandi hegðun. Þess vegna átti ég von á því að málið yrði látið niður falla enda uppspuni frá rótum,“ segir í yfirlýsingu frá Þorsteini Pétri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×