Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 15:54 Artur Pawel í héraðsdómi. Við hlið hans situr Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans. Vísir/Vilhelm Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira