Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 15:54 Artur Pawel í héraðsdómi. Við hlið hans situr Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans. Vísir/Vilhelm Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira