„Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2020 12:31 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira