„Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2020 12:31 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira