Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 22:36 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal fyrir þrettán árum. Vísir/getty Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. Kveikjan að játningunni var frétt um mál Madeleine sem sýnd var í sjónvarpi á barnum. Maðurinn, Christian B., er 43 ára Þjóðverji. Hann afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun í Algarve í Portúgal, bænum þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú orðinn miðpunktur rannsóknar Scotland Yard, rannsóknarlögreglunnar í Lundúnum, á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin, líkt og tilkynnt var á blaðamannafundi í dag. Breskir fjölmiðlar hafa margir sankað að sér upplýsingum um manninn síðan lögregla svipti hulunni af mögulegri aðild hans að málinu í gær. Lögreglan hefur raunar sjálf verið nokkur rausnarleg á slíkar upplýsingar, að mati fréttaritara Sky og BBC. Sýndi myndband af nauðgun Fyrrnefnda fréttastofan tekur saman allt sem vitað er um þennan þýska fanga í umfjöllun sem birt var nú í kvöld. Þar er lögregla sögð hafa komist á sporið eftir að maðurinn játaði einhvers konar aðild að hvarfi Madeleine í samtali við annan mann þar sem þeir sátu á bar í Þýskalandi. Hinn grunaði hafi verið að fylgjast með frétt af máli Madeleine í sjónvarpi á barnum og í kjölfarið sagt „eitthvað sem gaf til kynna að hann bæri ábyrgð á hvarfi hennar“, líkt og segir í frétt Sky. Maðurinn er síðar sagður hafa sýnt hinum manninum myndband sem sýndi þann fyrrnefnda nauðga eldri konu, bandarískum ferðamanni, í Portúgal árið 2005. Lögreglu var tilkynnt um þessi samskipti um það leyti sem tíu ár voru liðin frá hvarfi Madeleine. Maðurinn var að endingu dæmdur fyrir nauðgunina í desember síðastliðnum og afplánar nú sjö ára dóm. Í frétt Sky segir að hár úr manninum sem fannst á vettvangi hafi haft úrslitaáhrif á rannsóknina. Maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine. Madeleine McCann Bretland Tengdar fréttir Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. Kveikjan að játningunni var frétt um mál Madeleine sem sýnd var í sjónvarpi á barnum. Maðurinn, Christian B., er 43 ára Þjóðverji. Hann afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun í Algarve í Portúgal, bænum þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú orðinn miðpunktur rannsóknar Scotland Yard, rannsóknarlögreglunnar í Lundúnum, á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin, líkt og tilkynnt var á blaðamannafundi í dag. Breskir fjölmiðlar hafa margir sankað að sér upplýsingum um manninn síðan lögregla svipti hulunni af mögulegri aðild hans að málinu í gær. Lögreglan hefur raunar sjálf verið nokkur rausnarleg á slíkar upplýsingar, að mati fréttaritara Sky og BBC. Sýndi myndband af nauðgun Fyrrnefnda fréttastofan tekur saman allt sem vitað er um þennan þýska fanga í umfjöllun sem birt var nú í kvöld. Þar er lögregla sögð hafa komist á sporið eftir að maðurinn játaði einhvers konar aðild að hvarfi Madeleine í samtali við annan mann þar sem þeir sátu á bar í Þýskalandi. Hinn grunaði hafi verið að fylgjast með frétt af máli Madeleine í sjónvarpi á barnum og í kjölfarið sagt „eitthvað sem gaf til kynna að hann bæri ábyrgð á hvarfi hennar“, líkt og segir í frétt Sky. Maðurinn er síðar sagður hafa sýnt hinum manninum myndband sem sýndi þann fyrrnefnda nauðga eldri konu, bandarískum ferðamanni, í Portúgal árið 2005. Lögreglu var tilkynnt um þessi samskipti um það leyti sem tíu ár voru liðin frá hvarfi Madeleine. Maðurinn var að endingu dæmdur fyrir nauðgunina í desember síðastliðnum og afplánar nú sjö ára dóm. Í frétt Sky segir að hár úr manninum sem fannst á vettvangi hafi haft úrslitaáhrif á rannsóknina. Maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine.
Madeleine McCann Bretland Tengdar fréttir Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13