Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 22:36 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal fyrir þrettán árum. Vísir/getty Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. Kveikjan að játningunni var frétt um mál Madeleine sem sýnd var í sjónvarpi á barnum. Maðurinn, Christian B., er 43 ára Þjóðverji. Hann afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun í Algarve í Portúgal, bænum þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú orðinn miðpunktur rannsóknar Scotland Yard, rannsóknarlögreglunnar í Lundúnum, á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin, líkt og tilkynnt var á blaðamannafundi í dag. Breskir fjölmiðlar hafa margir sankað að sér upplýsingum um manninn síðan lögregla svipti hulunni af mögulegri aðild hans að málinu í gær. Lögreglan hefur raunar sjálf verið nokkur rausnarleg á slíkar upplýsingar, að mati fréttaritara Sky og BBC. Sýndi myndband af nauðgun Fyrrnefnda fréttastofan tekur saman allt sem vitað er um þennan þýska fanga í umfjöllun sem birt var nú í kvöld. Þar er lögregla sögð hafa komist á sporið eftir að maðurinn játaði einhvers konar aðild að hvarfi Madeleine í samtali við annan mann þar sem þeir sátu á bar í Þýskalandi. Hinn grunaði hafi verið að fylgjast með frétt af máli Madeleine í sjónvarpi á barnum og í kjölfarið sagt „eitthvað sem gaf til kynna að hann bæri ábyrgð á hvarfi hennar“, líkt og segir í frétt Sky. Maðurinn er síðar sagður hafa sýnt hinum manninum myndband sem sýndi þann fyrrnefnda nauðga eldri konu, bandarískum ferðamanni, í Portúgal árið 2005. Lögreglu var tilkynnt um þessi samskipti um það leyti sem tíu ár voru liðin frá hvarfi Madeleine. Maðurinn var að endingu dæmdur fyrir nauðgunina í desember síðastliðnum og afplánar nú sjö ára dóm. Í frétt Sky segir að hár úr manninum sem fannst á vettvangi hafi haft úrslitaáhrif á rannsóknina. Maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine. Madeleine McCann Bretland Tengdar fréttir Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. Kveikjan að játningunni var frétt um mál Madeleine sem sýnd var í sjónvarpi á barnum. Maðurinn, Christian B., er 43 ára Þjóðverji. Hann afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun í Algarve í Portúgal, bænum þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú orðinn miðpunktur rannsóknar Scotland Yard, rannsóknarlögreglunnar í Lundúnum, á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin, líkt og tilkynnt var á blaðamannafundi í dag. Breskir fjölmiðlar hafa margir sankað að sér upplýsingum um manninn síðan lögregla svipti hulunni af mögulegri aðild hans að málinu í gær. Lögreglan hefur raunar sjálf verið nokkur rausnarleg á slíkar upplýsingar, að mati fréttaritara Sky og BBC. Sýndi myndband af nauðgun Fyrrnefnda fréttastofan tekur saman allt sem vitað er um þennan þýska fanga í umfjöllun sem birt var nú í kvöld. Þar er lögregla sögð hafa komist á sporið eftir að maðurinn játaði einhvers konar aðild að hvarfi Madeleine í samtali við annan mann þar sem þeir sátu á bar í Þýskalandi. Hinn grunaði hafi verið að fylgjast með frétt af máli Madeleine í sjónvarpi á barnum og í kjölfarið sagt „eitthvað sem gaf til kynna að hann bæri ábyrgð á hvarfi hennar“, líkt og segir í frétt Sky. Maðurinn er síðar sagður hafa sýnt hinum manninum myndband sem sýndi þann fyrrnefnda nauðga eldri konu, bandarískum ferðamanni, í Portúgal árið 2005. Lögreglu var tilkynnt um þessi samskipti um það leyti sem tíu ár voru liðin frá hvarfi Madeleine. Maðurinn var að endingu dæmdur fyrir nauðgunina í desember síðastliðnum og afplánar nú sjö ára dóm. Í frétt Sky segir að hár úr manninum sem fannst á vettvangi hafi haft úrslitaáhrif á rannsóknina. Maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine.
Madeleine McCann Bretland Tengdar fréttir Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13