Köfnun banamein Floyd Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 21:31 Andlát George Floyd hefur leitt til mótmæla víða um heim. VísiR/Getty Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. Fjölskylda Floyd lét framkvæma krufninguna en yfirvöld í Minneapolis hafa enn ekki gefið út lokaniðurstöður krufningarinnar sem gerð var af yfirvöldum í borginni, að því er fram kemur á vef New York Times. Réttarmeinafræðingur Hennpin-sýslu hefur þó fullyrt að ekkert í niðurstöðum þeirrar krufningar hafi sýnt fram á að Floyd hafi kafnað eða verið kyrktur til dauða. Hann lést fyrir viku síðan eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin lagði hné sitt að hálsi hans í átta mínútur og 46 sekúndur. Að sögn Dr. Baden er ekkert sem bendir til þess að Floyd hafi haft undirliggjandi kvilla sem gætu hafa leitt til dauða hans. Á meðan þrengt var að öndunarvegi hans komst hvorki blóð að heila Floyd né loft í lungu hans og því kafnaði hann eftir aðgerðir lögreglumannsins. Á vef New York Times eru niðurstöðurnar bornar undir réttarmeinasérfræðinginn Lawrence Kobilinsky hjá John Jay College. Hann segir að niðurstöður réttarmeinafræðings Hennepin-sýslu, að engin ummerki bendi til þess að Floyd hafi kafnað, ekki þýða að aðgerðir lögreglunnar hafi ekki leitt til dauða hans. Þó að engin brot eða áverkar séu í hálsi Floyd sé líklegast að hann væri enn á lífi ef lögreglumaðurinn hafi ekki haldið honum niðri með þessum hætti. Floyd tilkynnti lögreglumanninum ítrekað að hann næði ekki andanum og hrópaði hann: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þegar hann lá á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má sjá hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. Fjölskylda Floyd lét framkvæma krufninguna en yfirvöld í Minneapolis hafa enn ekki gefið út lokaniðurstöður krufningarinnar sem gerð var af yfirvöldum í borginni, að því er fram kemur á vef New York Times. Réttarmeinafræðingur Hennpin-sýslu hefur þó fullyrt að ekkert í niðurstöðum þeirrar krufningar hafi sýnt fram á að Floyd hafi kafnað eða verið kyrktur til dauða. Hann lést fyrir viku síðan eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin lagði hné sitt að hálsi hans í átta mínútur og 46 sekúndur. Að sögn Dr. Baden er ekkert sem bendir til þess að Floyd hafi haft undirliggjandi kvilla sem gætu hafa leitt til dauða hans. Á meðan þrengt var að öndunarvegi hans komst hvorki blóð að heila Floyd né loft í lungu hans og því kafnaði hann eftir aðgerðir lögreglumannsins. Á vef New York Times eru niðurstöðurnar bornar undir réttarmeinasérfræðinginn Lawrence Kobilinsky hjá John Jay College. Hann segir að niðurstöður réttarmeinafræðings Hennepin-sýslu, að engin ummerki bendi til þess að Floyd hafi kafnað, ekki þýða að aðgerðir lögreglunnar hafi ekki leitt til dauða hans. Þó að engin brot eða áverkar séu í hálsi Floyd sé líklegast að hann væri enn á lífi ef lögreglumaðurinn hafi ekki haldið honum niðri með þessum hætti. Floyd tilkynnti lögreglumanninum ítrekað að hann næði ekki andanum og hrópaði hann: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þegar hann lá á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má sjá hér en rétt er að vara lesendur við efni þess.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18
Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12