Karlarnir í aðalhlutverkum í helstu markaðsherferð Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 16:26 Hannes Þór Halldórsson leikstjóri, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Steindi Jr. með svitabandið. @hanneshalldorsson Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann
Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira