Reykjavíkurmaraþon

Fréttamynd

„Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“

„Pabbi var ekki týpan sem talaði um tilfinningar. Það var alltaf þetta stolt sem hindraði hann í að leita sér hjálpar,“ segir Hafdís Sól Björnsdóttir sem missti föður sinn, Björn Jónsson – tölvunarfræðing, fjölskyldumann og íþróttaunnanda árið 2020. Faðir Hafdísar féll fyrir eigin hendi. Í dag vill Hafdís rjúfa þögnina og segja söguna – ekki til að vekja vorkunn, heldur vitund.

Lífið
Fréttamynd

„Það er í raun krafta­verk að hún sé á lífi í dag“

Ingveldur Bachmann Ægisdóttir hefur eytt níu árum í að berjast fyrir dóttur sína innan heilbrigðis- og velferðarkerfis sem oft virðist hvorki vilja hlusta né skilja. Lovísa Lind fæddist með sjaldgæfan litningagalla en um er að ræða eina tilfellið sem greinst hefur hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Skot­held og skemmti­leg hlauparáð

Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup.

Lífið
Fréttamynd

„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“

Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörgu.

Lífið
Fréttamynd

Ó­skandi að það væru fleiri börn með Downs á Ís­landi

„Ég trúi því að það séu ekki neinar tilviljanir í þessu lífi, og það er ástæða fyrir því að þessa unga dama er hérna hjá okkur en ekki einhvers staðar annars staðar. Hún valdi það sjálf,“ segir Hákon Örn Hafþórsson, faðir hinnar níu mánaða gömlu Ídu Máneyjar. Hún er yngsti einstaklingurinn með Downs heilkenni hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

„Það verður erfitt að trúa því að lífið muni ein­hvern tímann leiða eitt­hvað gott af sér”

Berglind Arnardóttir upplifði mesta harm allra foreldra þegar sonur hennar Jökull Frosti Sæberg lést af slysförum árið 2021, einungis fjögurra ára gamall.Í kjölfarið hófst langt og erfitt sorgarferli sem leiddi meðal annars til þess að Berglind byrjaði að taka þátt í starfi Sorgarmiðstöðvar og fann þannig leið til að vinna úr eigin sorg, vaxa og hjálpa öðrum. Málefni syrgjenda eru Berglindi afar kær og telur hún mikilvægt að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu.

Lífið
Fréttamynd

„Strákar verða að sýna til­finningar“

Táningur sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Píeta samtakanna hvetur aðra stráka á sínum og aldri og raunar alla til að tala um tilfiningar sínar og leita sér hjálpar í auknum mæli. Alltof margir séu hræddir við að sýna tilfinningar.

Lífið
Fréttamynd

„Ég varð stjörf af hræðslu“

„Ég hélt lengi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti bara að „komast yfir“ en sannleikurinn er sá að þetta hefur haft miklu dýpri áhrif á mig en fólk sér. Ég hef burðast með óöryggi, kvíða og sár sem ekki sjást,“ segir Klaudia Pétursdóttir. Tíu ára gömul flutti Klaudia frá Póllandi til Íslands til að búa hjá föður sínum. Þar varð hún fyrir ítrekuðu ofbeldi sem hafði djúp áhrif á líf hennar. Í dag stígur hún fram og segir sína sögu – í von um að styðja aðra og vekja athygli á mikilvægi úrræða fyrir þolendur.

Lífið
Fréttamynd

Flýta flug­elda­sýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningar­nótt

Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert mál að hlaupa al­veg staur­blindur

Valdimar Sverrisson ljósmyndari og uppistandari mætti í heimsókn til Hljóðbókasafnsins á dögunum þar sem honum var fagnað vel og innilega. Ástæðan er sú að Valdimar safnaði áheitum fyrir safnið í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en Valdimar segir ekkert mál að hlaupa jafnvel þó hann sé „alveg staurblindur.“

Lífið
Fréttamynd

Sló 24 ára gamalt met Kára Steins, aftur

Sindri Karl Sigurjónsson, 15 ára hlaupari úr Borgarfirði, sló 24 ára gamalt aldurflokkamet Kára Steins Reynissonar í 10 kílómetra götuhlaupi í dag. Þetta er í annað sinn sem hann slær metið, en í fyrra skiptið var það ekki gilt.

Sport
Fréttamynd

Bjóða Sindra hjartan­lega vel­kominn í vottað hlaup

Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár.

Sport
Fréttamynd

Tíminn stóð í stað en allt var á fleygi­ferð

„Mér fannst svo viðeigandi að gera þetta í minningu pabba. Pabbi var þannig gerður að hann vildi aldrei skulda neinum neitt eða standa í þakkarskuld við neinn. Og björgunarsveitirnar, sem komu og hjálpuðu okkar þennan dag áttu þetta svo sannarlega inni,“ segir Berglind Sigurðardóttir en faðir hennar, Sigurður Sigurjónsson, lést af slysförum á Skógaheiði í október á seinasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Segir ó­eðli­legt að greiða 900.000 krónur fyrir vottun hlaupsins

Íþróttabandalag Reykjavíkur og langhlaupanefnd Frjálsíþróttasamband Íslands hafa deilt um kostnað við vottun hlaupanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og náðu ekki samkomulagi vegna 10 kílómetra hlaupsins í ár. Formaður ÍBR kallar eftir föstu verði fyrir vottun, burtséð frá fjölda keppenda.

Sport
Fréttamynd

Sló 24 ára met Kára Steins en fær það ekki skráð

Fimmtán ára strákur úr Borgarfirði sló 24 ára gamalt aldursflokkamet Kára Steins Karlssonar um helgina, í 10 kílómetra götuhlaupi. Eða nei, því hlaupið, sem var hluti af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, var ekki vottað.

Sport
Fréttamynd

Átti erfitt með að kalla sig þolanda

„Ég get ekki ímyndað á hvaða stað ég væri í dag ef ég hefði ekki leitað til Stígamóta á sínum tíma. Sjálfsmyndin mín væri þá líklega ennþá svo brengluð, ég væri örugglega ennþá föst í þeirri hugsun að líkami væri bara sjálfsagður til afnota fyrir aðra,“ segir Heiða Valdís Ármann.

Lífið
Fréttamynd

Fékk að vita tímann á bráðamóttökunni

Dagur Lárusson sló metið sitt í maraþonhlaupi um heilar fimmtíu mínútur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en þurfti hins vegar að fagna því með næringu í æð á bráðamóttöku Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að veita Mikka eins gott líf og kostur er

Mikael Smári Evensen var þriggja ára gamall þegar hann var greindur með taugahrörnunar sjúkdóminn AT, eða ataxia telangiectasia en sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Í sumarbyrjun í fyrra greindist Mikael Smári síðan einnig með bráðahvítblæði og er því í harðri krabbbameinsmeðferð, ofan á allt hitt.

Lífið
Fréttamynd

Það er alltaf von: Sam­tökin ‘78 styðja Píeta

Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings.

Skoðun