„Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 07:02 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir ræddi við blaðamann um gríðarlega erfitt ár og uppbyggingu fyrir maraþonið. Vísir/Anton Brink „Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman,“ segir félagsráðgjafinn og baráttukonan Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Þórhildur missti bestu vinkonu sína Ólöfu Töru Harðardóttur fyrr á árinu og heldur minningu hennar stöðugt á lofti. Ólöf Tara var mikil baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi og hlaut fjölmörg verðlaun fyrir vinnu sína. Hún stofnaði meðal annars samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Þórhildur Gyða er fædd árið 1996 og er menntaður félagsráðgjafi. Hún og Ólöf kynntust í gegnum baráttuna hjá Öfgum og gengu í gegnum ýmsilegt saman. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þú getur orðið sterk“ Þórhildur Gyða tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næsta laugardag og hleypur ásamt góðum hópi til heiðurs Ólafar Töru fyrir Kvennaathvarfið sem má kynna sér betur hér. „Æskuvinkonur Ólafar Töru tóku sig saman og bjuggu til hlaupahópinn. Þær vissu að ég hefði verið að hlaupa þannig þær höfðu samband við mig og buðu mér að vera með. Ég hafði sjálf ekki tekið af skarið því ég var búin að vera að glíma við meiðsli og ég vissi ekki alveg hvernig ég yrði stemmd,“ segir Þórhildur Gyða sem hefur hægt og rólega verið að byggja sig upp í hreyfingunni. „Ég er náttúrulega búin að vera að vinna eftir prógrömmum sem Ólöf Tara gerði fyrir mig en hún var búin að vera með mig í þjálfun lengi sem byrjaði fljótlega eftir að við kynntumst,“ segir hún og brosir. Þórhildur Gyða og Ólöf Tara voru miklar vinkonur sem börðust gaman gegn kynbundnu ofbeldi. Árni Torfason Þórhildur fékk vefjagigtargreiningu snemma árið 2021, kynntist Ólöfu Töru stuttu síðar og varð hluti af Öfgum. „Við verðum ótrúlega nánar á mjög stuttum tíma og svo kemst hún að því að ég sé með vefjagigt. Ég hafði meðal annars heyrt að ég mætti ekki lyfta þungt sökum gigtarinnar en Ólöf var sko ekki sammála því. Hún sagði oft við mig: Þórhildur þú getur sko alveg orðið sterk kona.“ Hafði alltaf mestu trúna á Þórhildi Náin vinátta Þórhildar og Ólafar gerði það af verkum að Þórhildi þótti auðveldara að taka því aðeins rólega og sleppa stundum æfingum. „Ég fékk ekkert að komast undan samt, það var bara aðeins auðveldara að vanrækja smávegis prógrammið,“ segir Þórhildur hlæjandi og bætir við: „En svo kemur Ólöf mér líka í það að byrja að hlaupa vorið 2023. Við í Öfgum vorum búnar að skrá okkur sem samtök sem hægt væri að hlaupa fyrir í maraþoninu og okkur langaði að hafa einhvern úr samtökunum sem færi í hlaupið.“ Vinkonurnar Þórhildur Gyða og Ólöf Tara á góðri stundu.Aðsend Eftir miklar umræður stingur Ólöf upp á því að Þórhildur skelli sér. „Hún sagði: Þú getur alveg hlaupið, ég skal bara hjálpa þér og þetta verður ekkert mál. Ólöf hafði alltaf töluvert meiri trú á mér en ég sjálf,“ segir Þórhildur kímin og byrjaði í kjölfarið svo í hlaupaprógrammi hjá vinkonu sinni. „Ég hleyp svo tíu kílómetra í ágúst 2023 og það gekk, ég komst allavega í mark. Ég gleymi því aldrei þegar ég er á svona áttunda kílómetra þá er Ólöf þarna á hliðarlínunni gjörsamlega að öskra úr sér lungun að hvetja mig áfram.“ Alltaf hugulsöm og vildi hjálpa öllum Þetta hlaup er verðmæt minning fyrir Þórhildi og er hlaupið í ár sérstaklega þýðingarmikið fyrir hana. „Kvennaathvarfið varð fyrir valinu og það var móðir Ólafar sem valdi það. Það er auðvitað rosalega í takt við baráttuna hennar Ólafar að styðja við Kvennaathvarfið. Ólöf var sjálf í miklum samskiptum við töluvert mikið af þolendum, örugglega fleiri en við flest gerum okkur grein fyrir, að aðstoða konur í þessum sporum, sem þurfa að flýja heimili sín. Hún var náttúrulega bara svo hugulsöm og vildi hjálpa öllum. Það spilar líka inn í að minningarsjóðurinn hennar var ekki kominn á laggirnar þegar við skráðum okkur þannig við erum ekki að hlaupa fyrir hann í þetta skiptið en ég mun án efa hlaupa fyrir hana síðar.“ Þórhildur og fleiri vinkonur hlaupa til heiðurs Ólafar Töru fyrir Kvennaathvarfið, sem var Ólöfu mjög mikilvægt.Vísir/Anton Brink Þrátt fyrir að hlaupa ekki fyrir minningarsjóðinn hlaupa Þórhildur og hennar hópur til minningar um Ólöfu Töru. „Við erum að hlaupa fyrir hana og náttúrulega bara öll hin sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldis sem og þau sem eru á þeim stað að upplifa sig svolítið ein.“ Sorgarferli og áfallastreita óbærilegur rússíbani Ólöf Tara féll fyrir eigin hendi í lok janúar á þessu ári og segir Þórhildur ómögulegt að lýsa gríðarlega flóknu sorgarferli sem árið hefur einkennst af. „Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Þetta var náttúrulega bara gríðarlegt áfall. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman, þetta er alveg ofboðslega flókið ferli sem maður fer í gegnum. Þetta er bæði sorgarferli sem er eitt og svo er það áfallastreita sem kemur ofan í það. Það tvennt blandað saman er rússíbani sem ég óska engum að ganga í gegnum og hefði aldrei getað ímyndað mér að væri svona íþyngjandi. Þetta eru í raun rosaleg þyngsl yfir manni á hverjum einasta degi og tekur rosalega mikla orku að reyna að halda áfram með lífið. Því bæði getur maður fengið samviskubit yfir því að halda áfram en svo veit maður á sama tíma að maður á auðvitað ekki að fá samviskubit yfir því.“ Bar harm sinn í hljóði Allar þessar flóknu og erfiðu tilfinningar hafa tekið sinn toll hjá Þórhildi sem hefur verið að reyna að finna leið til að greiða úr þeim. „Þetta er búið að reynast mér alveg ótrúlega erfitt. Þetta er algjörlega stærsta áfall sem ég hef gengið í gegnum og vonandi það stærsta sem ég mun ganga í gegnum. Raunveruleikinn fer alveg á hvolf. Og raunveruleikinn sem maður lifði var heldur ekki alveg sá sem maður hélt að hann væri. Þetta var hlið af hennar lífi sem hún deildi ekki með neinum. Hún bar harm sinn í hljóði og þungan af þessu svolítið ein. Þrátt fyrir það vorum við ofboðslega nánar og ég vissi rosalega mikið um hana, ég vissi auðvitað að hún hafði gengið í gegnum erfiða tíma og allt slíkt. En þetta var eitthvað sem hún ákvað að hafa bara fyrir sjálfa sig og það er kannski líka það sem getur reynst svo krefjandi að sætta sig við.“ Vildu vera háværar og stuða Ólöf Tara reyndist Þórhildi mikið haldreipi þegar Þórhildur sjálf opnaði sig um ofbeldi sem hún varð fyrir. „Réttlætiskenndin í mér gat ekki þagað og málið vekur mikla athygli. Ég skýst svolítið upp á yfirborðið og svo vindur þetta upp á sig, Ólöf og stelpurnar í Öfgum koma inn í mitt líf og ég veð svolítið blint út í það. Við náttúrulega áorkum rosa miklu á stuttum tíma. Við vorum mjög háværar, róttækar og stuðuðum rosalega sem var líka karakterinn okkar allra. Það var mjög meðvitað, við vildum stuða og við vildum vera óþægilegar því það á ekki að vera þægilegt að ræða um hvað ofbeldi er liðið og samþykkt í okkar samfélagi. Það á ekkert að vera einhver þægileg umræða. Þannig að við fórum af krafti inn í þetta. Ólöf var auðvitað svo kraftmikil, rosalega hvöss í orðum og nýtti reiðina sína. Það er einmitt svo fallegt, hún sagði: „Það má vera reið og það þarf ekki að vera neikvætt, það er hægt að nýta reiðina á uppbyggilegan hátt“. Það var það sem við vorum að gera.“ Steig til hliðar en veit ekki hvað tekur við Sumarið 2023 stígur Þórhildur Gyða svo til hliðar eftir Druslugönguna. „Ég var með ræðu þar ásamt Öfgum og það var það síðasta sem ég ákvað að gera opinberlega í baráttunni. Ég vildi setja fókusinn á starfið mitt, ég hafði menntað mig í mörg ár, lokið meistaragráðu í félagsráðgjöf og ákvað aðeins að stíga til hliðar og einblína á það. Þó hef ég alltaf verið helsta klappstýra baráttunnar bæði á bak við tjöldin og sömuleiðis opinberlega. Ég tek alltaf skýra afstöðu þegar það kemur að þessum málaflokki og mun alltaf gera, óháð mínum störfum. Á þessu ári hef ég svo aðeins verið að velta fyrir mér hvað tekur við því allt gjörsamlega breyttist. Og svarið við því er bara ekki enn alveg komið.“ Þórhildur Gyða og Ólöf Tara saman á Druslugöngunni.Aðsend Mun alltaf halda áfram að pönkast Kommentakerfin loguðu gjarnan undir fréttir af Öfgum og segir Þórhildur að það hafi vanist fljótt. „Í fyrstu átti maður það til að vera upptekinn af þessu, hvað fólk er að segja og hvaða álit það hefur á manni. Ég náði að brynja mig frekar snemma fyrir því og Ólöf átti mikinn þátt í því. Hún hló að þessu fólki og fannst það trúðar upp til hópa. Það er mikilvægt að nota húmorinn og geta gert grín að þessu. Svo er gott að átta sig á því að það sem þetta fólk lætur út úr sér hefur mikið meira að segja um það heldur en nokkurn tíma mig eða okkur í Öfgum. Það er aldrei nokkurn tíma eðlilegt að þú teljir í lagi að hóta því að drepa fólk til dæmis, eins og við lentum í. Það er bara margt mjög óeðlilegt sem fólki fannst í lagi að segja. Ég held það það komi líka út frá því hversu óþægilegt fólki finnst að ræða um ofbeldismál. Fólk á svo erfitt með að viðurkenna að við búum í feðraveldissamfélagi. Það er mikið meira um ofbeldi í gangi en við viljum viðurkenna. Ef við förum ekki að viðurkenna það þá getum við ekki farið í rót vandans og upprætt það.“ Þórhildur mun halda áfram að pönkast og heldur minningu Ólafar Töru stöðugt á lofti, til dæmis í maraþoninu næstkomandi laugardag.Vísir/Anton Brink Þórhildur brennur svo sannarlega fyrir þessum málefnum. „Ég mun alltaf halda áfram að pönkast eitthvað og minningarsjóður Ólafar mun sömuleiðis aðstoða við að ná fram og halda áfram þeim verkefnum sem hún brann fyrir. Við munum aldrei leyfa hennar minningu að deyja og hún mun lifa áfram, bæði í baráttunni og svo með okkur sem stóðum henni næst.“ Erfitt en fallegt hlaup í vændum Tilfinningarnar fyrir hlaupinu eru blendnar hjá Þórhildi sem hlakkar þó mikið til að taka sitt fyrsta hálfmaraþon. „Þetta verða þung skref og þetta verður sömuleiðis lengsta hlaup sem ég hef hlaupið. Þegar ég hljóp tíu kílómetrana í hitt í fyrra þá man ég bara eftir þessari stórkostlegu stemningu, fólk var að koma út úr húsunum sínum með potta og pönnur og það er ofboðsleg samstaða sem maður finnur þarna sem er ótrúlega falleg og hjálpar mikið. Ég vildi bara óska þess að við gætum yfirfært akkúrat þetta yfir á fleiri málstaði,“ segir Þórhildur Gyða full af eldmóði að lokum. Reykjavíkurmaraþon Kvennaathvarfið Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Ólöf Tara var mikil baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi og hlaut fjölmörg verðlaun fyrir vinnu sína. Hún stofnaði meðal annars samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Þórhildur Gyða er fædd árið 1996 og er menntaður félagsráðgjafi. Hún og Ólöf kynntust í gegnum baráttuna hjá Öfgum og gengu í gegnum ýmsilegt saman. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þú getur orðið sterk“ Þórhildur Gyða tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næsta laugardag og hleypur ásamt góðum hópi til heiðurs Ólafar Töru fyrir Kvennaathvarfið sem má kynna sér betur hér. „Æskuvinkonur Ólafar Töru tóku sig saman og bjuggu til hlaupahópinn. Þær vissu að ég hefði verið að hlaupa þannig þær höfðu samband við mig og buðu mér að vera með. Ég hafði sjálf ekki tekið af skarið því ég var búin að vera að glíma við meiðsli og ég vissi ekki alveg hvernig ég yrði stemmd,“ segir Þórhildur Gyða sem hefur hægt og rólega verið að byggja sig upp í hreyfingunni. „Ég er náttúrulega búin að vera að vinna eftir prógrömmum sem Ólöf Tara gerði fyrir mig en hún var búin að vera með mig í þjálfun lengi sem byrjaði fljótlega eftir að við kynntumst,“ segir hún og brosir. Þórhildur Gyða og Ólöf Tara voru miklar vinkonur sem börðust gaman gegn kynbundnu ofbeldi. Árni Torfason Þórhildur fékk vefjagigtargreiningu snemma árið 2021, kynntist Ólöfu Töru stuttu síðar og varð hluti af Öfgum. „Við verðum ótrúlega nánar á mjög stuttum tíma og svo kemst hún að því að ég sé með vefjagigt. Ég hafði meðal annars heyrt að ég mætti ekki lyfta þungt sökum gigtarinnar en Ólöf var sko ekki sammála því. Hún sagði oft við mig: Þórhildur þú getur sko alveg orðið sterk kona.“ Hafði alltaf mestu trúna á Þórhildi Náin vinátta Þórhildar og Ólafar gerði það af verkum að Þórhildi þótti auðveldara að taka því aðeins rólega og sleppa stundum æfingum. „Ég fékk ekkert að komast undan samt, það var bara aðeins auðveldara að vanrækja smávegis prógrammið,“ segir Þórhildur hlæjandi og bætir við: „En svo kemur Ólöf mér líka í það að byrja að hlaupa vorið 2023. Við í Öfgum vorum búnar að skrá okkur sem samtök sem hægt væri að hlaupa fyrir í maraþoninu og okkur langaði að hafa einhvern úr samtökunum sem færi í hlaupið.“ Vinkonurnar Þórhildur Gyða og Ólöf Tara á góðri stundu.Aðsend Eftir miklar umræður stingur Ólöf upp á því að Þórhildur skelli sér. „Hún sagði: Þú getur alveg hlaupið, ég skal bara hjálpa þér og þetta verður ekkert mál. Ólöf hafði alltaf töluvert meiri trú á mér en ég sjálf,“ segir Þórhildur kímin og byrjaði í kjölfarið svo í hlaupaprógrammi hjá vinkonu sinni. „Ég hleyp svo tíu kílómetra í ágúst 2023 og það gekk, ég komst allavega í mark. Ég gleymi því aldrei þegar ég er á svona áttunda kílómetra þá er Ólöf þarna á hliðarlínunni gjörsamlega að öskra úr sér lungun að hvetja mig áfram.“ Alltaf hugulsöm og vildi hjálpa öllum Þetta hlaup er verðmæt minning fyrir Þórhildi og er hlaupið í ár sérstaklega þýðingarmikið fyrir hana. „Kvennaathvarfið varð fyrir valinu og það var móðir Ólafar sem valdi það. Það er auðvitað rosalega í takt við baráttuna hennar Ólafar að styðja við Kvennaathvarfið. Ólöf var sjálf í miklum samskiptum við töluvert mikið af þolendum, örugglega fleiri en við flest gerum okkur grein fyrir, að aðstoða konur í þessum sporum, sem þurfa að flýja heimili sín. Hún var náttúrulega bara svo hugulsöm og vildi hjálpa öllum. Það spilar líka inn í að minningarsjóðurinn hennar var ekki kominn á laggirnar þegar við skráðum okkur þannig við erum ekki að hlaupa fyrir hann í þetta skiptið en ég mun án efa hlaupa fyrir hana síðar.“ Þórhildur og fleiri vinkonur hlaupa til heiðurs Ólafar Töru fyrir Kvennaathvarfið, sem var Ólöfu mjög mikilvægt.Vísir/Anton Brink Þrátt fyrir að hlaupa ekki fyrir minningarsjóðinn hlaupa Þórhildur og hennar hópur til minningar um Ólöfu Töru. „Við erum að hlaupa fyrir hana og náttúrulega bara öll hin sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldis sem og þau sem eru á þeim stað að upplifa sig svolítið ein.“ Sorgarferli og áfallastreita óbærilegur rússíbani Ólöf Tara féll fyrir eigin hendi í lok janúar á þessu ári og segir Þórhildur ómögulegt að lýsa gríðarlega flóknu sorgarferli sem árið hefur einkennst af. „Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Þetta var náttúrulega bara gríðarlegt áfall. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman, þetta er alveg ofboðslega flókið ferli sem maður fer í gegnum. Þetta er bæði sorgarferli sem er eitt og svo er það áfallastreita sem kemur ofan í það. Það tvennt blandað saman er rússíbani sem ég óska engum að ganga í gegnum og hefði aldrei getað ímyndað mér að væri svona íþyngjandi. Þetta eru í raun rosaleg þyngsl yfir manni á hverjum einasta degi og tekur rosalega mikla orku að reyna að halda áfram með lífið. Því bæði getur maður fengið samviskubit yfir því að halda áfram en svo veit maður á sama tíma að maður á auðvitað ekki að fá samviskubit yfir því.“ Bar harm sinn í hljóði Allar þessar flóknu og erfiðu tilfinningar hafa tekið sinn toll hjá Þórhildi sem hefur verið að reyna að finna leið til að greiða úr þeim. „Þetta er búið að reynast mér alveg ótrúlega erfitt. Þetta er algjörlega stærsta áfall sem ég hef gengið í gegnum og vonandi það stærsta sem ég mun ganga í gegnum. Raunveruleikinn fer alveg á hvolf. Og raunveruleikinn sem maður lifði var heldur ekki alveg sá sem maður hélt að hann væri. Þetta var hlið af hennar lífi sem hún deildi ekki með neinum. Hún bar harm sinn í hljóði og þungan af þessu svolítið ein. Þrátt fyrir það vorum við ofboðslega nánar og ég vissi rosalega mikið um hana, ég vissi auðvitað að hún hafði gengið í gegnum erfiða tíma og allt slíkt. En þetta var eitthvað sem hún ákvað að hafa bara fyrir sjálfa sig og það er kannski líka það sem getur reynst svo krefjandi að sætta sig við.“ Vildu vera háværar og stuða Ólöf Tara reyndist Þórhildi mikið haldreipi þegar Þórhildur sjálf opnaði sig um ofbeldi sem hún varð fyrir. „Réttlætiskenndin í mér gat ekki þagað og málið vekur mikla athygli. Ég skýst svolítið upp á yfirborðið og svo vindur þetta upp á sig, Ólöf og stelpurnar í Öfgum koma inn í mitt líf og ég veð svolítið blint út í það. Við náttúrulega áorkum rosa miklu á stuttum tíma. Við vorum mjög háværar, róttækar og stuðuðum rosalega sem var líka karakterinn okkar allra. Það var mjög meðvitað, við vildum stuða og við vildum vera óþægilegar því það á ekki að vera þægilegt að ræða um hvað ofbeldi er liðið og samþykkt í okkar samfélagi. Það á ekkert að vera einhver þægileg umræða. Þannig að við fórum af krafti inn í þetta. Ólöf var auðvitað svo kraftmikil, rosalega hvöss í orðum og nýtti reiðina sína. Það er einmitt svo fallegt, hún sagði: „Það má vera reið og það þarf ekki að vera neikvætt, það er hægt að nýta reiðina á uppbyggilegan hátt“. Það var það sem við vorum að gera.“ Steig til hliðar en veit ekki hvað tekur við Sumarið 2023 stígur Þórhildur Gyða svo til hliðar eftir Druslugönguna. „Ég var með ræðu þar ásamt Öfgum og það var það síðasta sem ég ákvað að gera opinberlega í baráttunni. Ég vildi setja fókusinn á starfið mitt, ég hafði menntað mig í mörg ár, lokið meistaragráðu í félagsráðgjöf og ákvað aðeins að stíga til hliðar og einblína á það. Þó hef ég alltaf verið helsta klappstýra baráttunnar bæði á bak við tjöldin og sömuleiðis opinberlega. Ég tek alltaf skýra afstöðu þegar það kemur að þessum málaflokki og mun alltaf gera, óháð mínum störfum. Á þessu ári hef ég svo aðeins verið að velta fyrir mér hvað tekur við því allt gjörsamlega breyttist. Og svarið við því er bara ekki enn alveg komið.“ Þórhildur Gyða og Ólöf Tara saman á Druslugöngunni.Aðsend Mun alltaf halda áfram að pönkast Kommentakerfin loguðu gjarnan undir fréttir af Öfgum og segir Þórhildur að það hafi vanist fljótt. „Í fyrstu átti maður það til að vera upptekinn af þessu, hvað fólk er að segja og hvaða álit það hefur á manni. Ég náði að brynja mig frekar snemma fyrir því og Ólöf átti mikinn þátt í því. Hún hló að þessu fólki og fannst það trúðar upp til hópa. Það er mikilvægt að nota húmorinn og geta gert grín að þessu. Svo er gott að átta sig á því að það sem þetta fólk lætur út úr sér hefur mikið meira að segja um það heldur en nokkurn tíma mig eða okkur í Öfgum. Það er aldrei nokkurn tíma eðlilegt að þú teljir í lagi að hóta því að drepa fólk til dæmis, eins og við lentum í. Það er bara margt mjög óeðlilegt sem fólki fannst í lagi að segja. Ég held það það komi líka út frá því hversu óþægilegt fólki finnst að ræða um ofbeldismál. Fólk á svo erfitt með að viðurkenna að við búum í feðraveldissamfélagi. Það er mikið meira um ofbeldi í gangi en við viljum viðurkenna. Ef við förum ekki að viðurkenna það þá getum við ekki farið í rót vandans og upprætt það.“ Þórhildur mun halda áfram að pönkast og heldur minningu Ólafar Töru stöðugt á lofti, til dæmis í maraþoninu næstkomandi laugardag.Vísir/Anton Brink Þórhildur brennur svo sannarlega fyrir þessum málefnum. „Ég mun alltaf halda áfram að pönkast eitthvað og minningarsjóður Ólafar mun sömuleiðis aðstoða við að ná fram og halda áfram þeim verkefnum sem hún brann fyrir. Við munum aldrei leyfa hennar minningu að deyja og hún mun lifa áfram, bæði í baráttunni og svo með okkur sem stóðum henni næst.“ Erfitt en fallegt hlaup í vændum Tilfinningarnar fyrir hlaupinu eru blendnar hjá Þórhildi sem hlakkar þó mikið til að taka sitt fyrsta hálfmaraþon. „Þetta verða þung skref og þetta verður sömuleiðis lengsta hlaup sem ég hef hlaupið. Þegar ég hljóp tíu kílómetrana í hitt í fyrra þá man ég bara eftir þessari stórkostlegu stemningu, fólk var að koma út úr húsunum sínum með potta og pönnur og það er ofboðsleg samstaða sem maður finnur þarna sem er ótrúlega falleg og hjálpar mikið. Ég vildi bara óska þess að við gætum yfirfært akkúrat þetta yfir á fleiri málstaði,“ segir Þórhildur Gyða full af eldmóði að lokum.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Reykjavíkurmaraþon Kvennaathvarfið Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning