Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 12:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“ Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þegar þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun, en greint var frá því í svari sjávarútvegsráðherra að sjö útgerðarfélög hafi samanlagt krafist 10,2 milljarða króna í bætur frá ríkinu. Vísa þær í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Þorgerður Katrín segir í viðtalinu þetta séu háar fjárhæðir, enda telji útgerðirnar að það hafi verið brotið á sér. „Hæstiréttur hefur staðfest það. Rétt skal vera rétt. En á hinn bóginn er það auðvitað hjákátlegt að á nákvæmlega á sama tíma eru útgerðirnar – ég ætla ekki að segja að væla – en að kvarta undan því að greiða veiðigjöld í þeim mæli sem þau gerðu. Teldu að álögur vegna veiðigjalda væru orðnar allt of miklar. En á sama tíma eru þær að setja fram kröfur á grunni makríkréttindanna sem að sýna fram á verðmæti veiðiheimildanna. Það fer ekki saman hljóð og mynd. Þau eru að krefjast mikilla bóta vegna þessa að veiðiheimildarnar eru svo svakalega mikilvægar og verðmætar fyrir þau en geta síðan ekki greitt – að mínu mati – eðlileg, sanngjörn veiðigjöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Holur hljómur í málflutningi Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu á páskadag. Þar sagði hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Þorgerður Katrín segir að þingmenn Viðreisnar og fleiri hafi talað fyrir markaðsleið og það sem skipti enn meira máli, að veiðiréttindi séu tímabundin. „Þannig að útgerðirnar verði ekki með ævarandi réttindi yfir þessu.“ Hún bendir á að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna – þar á meðal þingmenn Vinstri grænna – hafi fellt slíkar tillögur á þingi. „Mér finnst það svolítið holur hljómur að koma núna að vera hneykslaður en fella allar tillögur til að bæta kerfið og gera það gegnsærra fyrir fólkið.“
Sjávarútvegur Bítið Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira