Viðsnúningur í nauðgunarmáli norðan heiða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2020 16:03 Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra. Hann áfrýjaði dómnum og var sýknaður í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann var dæmdur til að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur taldi ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði haft ásetning til að eiga samræði við tvítuga konu án hennar samþykkis. Taldi Landsréttur samskipti karlsins og konunnar, sem þau voru samhljóða um, hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum. Spurði karlmaðurinn konuna eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Konan sagðist fyrir dómi hafa svarað já til að komast út úr aðstæðunum sem fyrst. Trúverðugur framburður beggja Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni á baðherbergi í heimahúsi á Akureyri. Þau höfðu áður kysst að hennar frumkvæði og farið í heimahús ásamt vinkonu hennar og vini hans sem þar bjó. Þar fóru þau inn á baðherbergi og læsti hann að þeim. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að bæði ákærði og brotaþoli hafi verið samkvæm sjálfum sér í frásögn af atvikum. Hann sé því metinn trúverðugur í tilfelli beggja. Þau voru sammála um að við lok kynferðismaka hefði karlmaðurinn haft sáðlát á gólfið að ósk hennar. Aftur á móti standi orð hennar gegn orði hans hvort hún hafi tjáð honum í orði og verki að hún vildi ekki eiga við hann kynmök þegar hann var að eiga við buxurnar hennar eða hvort hún hafi aðstoðað hann við að færa þær niður. Jafnframt ber þeim ekki saman um hvort það hafi verið áður en samræði hófst eða eftir að það var hafið sem karlmaðurinn spurði konuna um getnaðarvarnir og hún tjáði honum að hann mætti ekki fá sáðlát inn í hana. Með áverka á spöng Áverkar fundust á spöng konunnar við skoðun á neyðarmóttöku. Áverkarnir taka að mati Landsréttar ekki af tvímæli í þeim efnum. Bæði hafi borið fyrir dómi að hún hefði verið þurr í kynfærum þegar samræði hófst. Önnur sönnunargögn, sem styðji frásögn brotaþola að þessu leyti geri það ekki heldur en þau feli einungis í sér frásagnir annarra af endursögn hennar á atburðum að mati Landsréttar. Gegn eindreginni neitun karlmannsins taldi Landsréttur ekki sannað að konan hefði tjáð karlmanninum við upphaf kynmaka að hún væri mótfallin þeim. Með sama hætti verður ekki talið sannað að orðaskipti þeirra um getnaðarvarnir og hvar ákærði mætti fá sáðlát hafi þá fyrst átt sér stað þegar samræði var hafið. Þá taldist sannað, með vísan til framburðar þeirra beggja fyrir dómi, að karlmaðurinn hefði spurt hana eftir að samræði hófst hvort henni þætti það gott og að hún hafi tjáð honum að svo væri. Sagðist hrædd og hafa gefist upp Konan sagðist fyrir dómi bæði hafa gefist upp á að neita karlmanninum við samræði þar sem hann væri miklu sterkari og hún hrædd við hann. Sömuleiðis að þegar hún hefði sagst njóta samræðisins að hún hefði verið búin að gefast upp, orðin svo hrædd að hún hefði sagt „bara já til að þetta væri fyrr búið“. Landsréttur áréttar í niðurstöðu sinni að engin ástæða sé til að efast um frásögn konunnar af upplifun sinni umrætt sinn, sem studd er gögnum um áverka á spöng og áhrif atburðanna á andlega líðan hennar. Hins vegar teldist ekki sannað að ákærða hafi á nokkrum tímapunkti verið ljóst að hún væri ekki samþykk kynmökum. Heldur ekki að honum hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort svo væri. Sagði að sér hefði líkað samræðið Leit Landsréttur einkum til orðaskipta þeirra um getnaðarvarnir og sáðlát. Þau verði talin hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum enda spurði hann hana eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Auk þess sem hefði hann virt þá ósk hennar að fá ekki sáðlát inn í hana. „Verður því ekki talið sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til þess að eiga samræði og önnur kynferðismök við brotaþola með ofbeldi og ólögmætri nauðung,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Var hann því sýknaður af ákæru héraðssaksóknara. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sýknaður í Landsrétti af ákæru um nauðgun á Akureyri í janúar 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann var dæmdur til að greiða henni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur taldi ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði haft ásetning til að eiga samræði við tvítuga konu án hennar samþykkis. Taldi Landsréttur samskipti karlsins og konunnar, sem þau voru samhljóða um, hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum. Spurði karlmaðurinn konuna eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Konan sagðist fyrir dómi hafa svarað já til að komast út úr aðstæðunum sem fyrst. Trúverðugur framburður beggja Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni á baðherbergi í heimahúsi á Akureyri. Þau höfðu áður kysst að hennar frumkvæði og farið í heimahús ásamt vinkonu hennar og vini hans sem þar bjó. Þar fóru þau inn á baðherbergi og læsti hann að þeim. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni að bæði ákærði og brotaþoli hafi verið samkvæm sjálfum sér í frásögn af atvikum. Hann sé því metinn trúverðugur í tilfelli beggja. Þau voru sammála um að við lok kynferðismaka hefði karlmaðurinn haft sáðlát á gólfið að ósk hennar. Aftur á móti standi orð hennar gegn orði hans hvort hún hafi tjáð honum í orði og verki að hún vildi ekki eiga við hann kynmök þegar hann var að eiga við buxurnar hennar eða hvort hún hafi aðstoðað hann við að færa þær niður. Jafnframt ber þeim ekki saman um hvort það hafi verið áður en samræði hófst eða eftir að það var hafið sem karlmaðurinn spurði konuna um getnaðarvarnir og hún tjáði honum að hann mætti ekki fá sáðlát inn í hana. Með áverka á spöng Áverkar fundust á spöng konunnar við skoðun á neyðarmóttöku. Áverkarnir taka að mati Landsréttar ekki af tvímæli í þeim efnum. Bæði hafi borið fyrir dómi að hún hefði verið þurr í kynfærum þegar samræði hófst. Önnur sönnunargögn, sem styðji frásögn brotaþola að þessu leyti geri það ekki heldur en þau feli einungis í sér frásagnir annarra af endursögn hennar á atburðum að mati Landsréttar. Gegn eindreginni neitun karlmannsins taldi Landsréttur ekki sannað að konan hefði tjáð karlmanninum við upphaf kynmaka að hún væri mótfallin þeim. Með sama hætti verður ekki talið sannað að orðaskipti þeirra um getnaðarvarnir og hvar ákærði mætti fá sáðlát hafi þá fyrst átt sér stað þegar samræði var hafið. Þá taldist sannað, með vísan til framburðar þeirra beggja fyrir dómi, að karlmaðurinn hefði spurt hana eftir að samræði hófst hvort henni þætti það gott og að hún hafi tjáð honum að svo væri. Sagðist hrædd og hafa gefist upp Konan sagðist fyrir dómi bæði hafa gefist upp á að neita karlmanninum við samræði þar sem hann væri miklu sterkari og hún hrædd við hann. Sömuleiðis að þegar hún hefði sagst njóta samræðisins að hún hefði verið búin að gefast upp, orðin svo hrædd að hún hefði sagt „bara já til að þetta væri fyrr búið“. Landsréttur áréttar í niðurstöðu sinni að engin ástæða sé til að efast um frásögn konunnar af upplifun sinni umrætt sinn, sem studd er gögnum um áverka á spöng og áhrif atburðanna á andlega líðan hennar. Hins vegar teldist ekki sannað að ákærða hafi á nokkrum tímapunkti verið ljóst að hún væri ekki samþykk kynmökum. Heldur ekki að honum hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort svo væri. Sagði að sér hefði líkað samræðið Leit Landsréttur einkum til orðaskipta þeirra um getnaðarvarnir og sáðlát. Þau verði talin hafa gefið karlmanninum réttmæta ástæðu til að ætla að hún væri samþykk kynmökunum enda spurði hann hana eftir að samræði var hafið hvort henni líkaði það vel og hún kvað svo vera. Auk þess sem hefði hann virt þá ósk hennar að fá ekki sáðlát inn í hana. „Verður því ekki talið sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til þess að eiga samræði og önnur kynferðismök við brotaþola með ofbeldi og ólögmætri nauðung,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Var hann því sýknaður af ákæru héraðssaksóknara.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira