Saman í sókn um allt land Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 11. maí 2020 19:30 Það er ljóst að heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuaðila á landinu öllu. Það skiptir því öllu máli hvernig stjórnvöld veita viðspyrnu og hvernig stjórnvöld skapa aðstæður þannig að vel takist til. Íslandsstofa auglýsti útboð vegna markaðsverkefnis Saman í sókn en því er ætlað að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Nú hafa 15 fyrirtæki sent inn umsóknir og eru sjö þeirra íslensk og átta erlend. Það er vonandi að þeir sem taka ákvörðun um hverjir komi til greina til að kynna land og þjóð hafi það hugfast að nú er tækifæri til þess að hugsa út fyrir suðvesturhornið, tækifæri til þess að nýta fleiri gáttir til landsins. Í þessu sambandi má benda á að nokkur fjöldi ferðamanna kemur til landsins með Norrænu á Seyðisfirði ásamt því að alþjóðaflugvellir eru á Egilsstöðum og á Akureyri og hefur reglulegt millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli skilað töluverðum fjármunum eða um einum milljarði inn í hagkerfið og það munar um minna. Fyrir Alþingi liggur tillaga okkar þingmanna í Miðflokknum um að verð á eldsneyti í millilandaflugi lækki þannig að eldsneytisverð til millilandaflugs verði það sama um allt land. Slík breyting mun styrkja stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og ýta undir dreifingu ferðamanna um landið. Það merkilega er að þessi tillaga er nú flutt í þriðja sinn þar sem hún hefur ekki náð fram að ganga þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst vilja sínum til þess að efla ferðaþjónustu á landinu. Meira að segja var því haldið fram að tillagan væri óþörf þegar hún var lögð fram í annað sinn þar sem starfshópur á vegum sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra væri að vinna að sömu tillögu og átti að skila niðurstöðu í lok árs 2018. Það var því nokkuð ánægjulegt, allavega um stund að sjá á dögunum framkomið frumvarp sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, sem hefur þann tilgang að tryggja framboð og sambærilegt verð á olíuvörum sem ætlaðar eru til notkunar innan lands, óháð staðsetningu sölustaða olíuvara. En ánægjan varði ekki lengi þar sem þetta frumvarp nær ekki til jöfnunar eldsneytiskostnaðar vegna millilandaflugs á Egilsstöðum og Akureyri. En það hefði einmitt átt að taka það með núna og sérstaklega núna þegar við höfum tækifæri til þess að stokka spilin upp á nýtt. Vitað er að stækka þarf flugstöðina á Akureyri og gera þarf úrbætur á vellinum á Egilsstöðum og það fjármagn sem sett var fram til þeirra verka vegna faraldursins mun engan veginn duga, meira þarf til. Stjórnvöld verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að undirbúa grunninn, jöfnun eldsneytiskostnaðar skiptir máli og markaðsátakið Saman í sókn mun ekki skila þeim árangri sem að er stefnt nema að grunnurinn verði í lagi um allt land. Það verður að búa svo um hnútana að öflugir ferðaþjónustuaðilar geti byggt upp þjónustuna og þar með markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega af stað á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuaðila á landinu öllu. Það skiptir því öllu máli hvernig stjórnvöld veita viðspyrnu og hvernig stjórnvöld skapa aðstæður þannig að vel takist til. Íslandsstofa auglýsti útboð vegna markaðsverkefnis Saman í sókn en því er ætlað að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Nú hafa 15 fyrirtæki sent inn umsóknir og eru sjö þeirra íslensk og átta erlend. Það er vonandi að þeir sem taka ákvörðun um hverjir komi til greina til að kynna land og þjóð hafi það hugfast að nú er tækifæri til þess að hugsa út fyrir suðvesturhornið, tækifæri til þess að nýta fleiri gáttir til landsins. Í þessu sambandi má benda á að nokkur fjöldi ferðamanna kemur til landsins með Norrænu á Seyðisfirði ásamt því að alþjóðaflugvellir eru á Egilsstöðum og á Akureyri og hefur reglulegt millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli skilað töluverðum fjármunum eða um einum milljarði inn í hagkerfið og það munar um minna. Fyrir Alþingi liggur tillaga okkar þingmanna í Miðflokknum um að verð á eldsneyti í millilandaflugi lækki þannig að eldsneytisverð til millilandaflugs verði það sama um allt land. Slík breyting mun styrkja stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og ýta undir dreifingu ferðamanna um landið. Það merkilega er að þessi tillaga er nú flutt í þriðja sinn þar sem hún hefur ekki náð fram að ganga þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst vilja sínum til þess að efla ferðaþjónustu á landinu. Meira að segja var því haldið fram að tillagan væri óþörf þegar hún var lögð fram í annað sinn þar sem starfshópur á vegum sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra væri að vinna að sömu tillögu og átti að skila niðurstöðu í lok árs 2018. Það var því nokkuð ánægjulegt, allavega um stund að sjá á dögunum framkomið frumvarp sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, sem hefur þann tilgang að tryggja framboð og sambærilegt verð á olíuvörum sem ætlaðar eru til notkunar innan lands, óháð staðsetningu sölustaða olíuvara. En ánægjan varði ekki lengi þar sem þetta frumvarp nær ekki til jöfnunar eldsneytiskostnaðar vegna millilandaflugs á Egilsstöðum og Akureyri. En það hefði einmitt átt að taka það með núna og sérstaklega núna þegar við höfum tækifæri til þess að stokka spilin upp á nýtt. Vitað er að stækka þarf flugstöðina á Akureyri og gera þarf úrbætur á vellinum á Egilsstöðum og það fjármagn sem sett var fram til þeirra verka vegna faraldursins mun engan veginn duga, meira þarf til. Stjórnvöld verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að undirbúa grunninn, jöfnun eldsneytiskostnaðar skiptir máli og markaðsátakið Saman í sókn mun ekki skila þeim árangri sem að er stefnt nema að grunnurinn verði í lagi um allt land. Það verður að búa svo um hnútana að öflugir ferðaþjónustuaðilar geti byggt upp þjónustuna og þar með markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega af stað á ný.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun