Töluverður tekjusamdráttur hjá stærstu drykkjarvöruframleiðendum landsins vegna Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 07:00 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif á starfsemi Ölgerðarinnar. Þannig hafi til dæmis númer af nokkrum dreifingarbílum verið lögð inn þars sem ekki hefur verið þörf á þeim í útkeyrslu. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverð á tekjur tveggja stærstu drykkjarvöruframleiðendur landsins, Ölgerðina og Coca-Cola á Íslandi. Bæði fyrirtækin hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. Í svari Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar, við fyrirspurn Vísis um áhrif Covid-19 á starfsemi fyrirtækisins segir að gripið hafi verið til margvíslegra hagræðingaraðgerða til að vernda störf. „Ölgerðin sér ekki fram á að þurfa að grípa til uppsagna batni ástandið í þjóðfélaginu á komandi mánuðum. Versni staðan hins vegar næsta haust eða í vetur þarf að endurskoða öll mál hjá Ölgerðinni, rétt eins og hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Ölgerðin stendur vörð um þau störf sem innlend framleiðsla, innflutningur og þjónusta okkar skapar þeim nokkur hundruð starfsmönnum sem hjá fyrirtækinu eru, enda telur Ölgerðin það grundvallaratriði að vera áfram fyrirtæki sem skapar störf, verðmæti og eflir innlenda framleiðslu,“ segir Andri. Til að vernda störf hjá fyrirtækinu hafi verið ákveðið að taka þátt í hlutabótaleið stjórnvalda en í eins takmörkuðum mæli og mögulegt. Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa lagt inn númer nokkurra dreifingarbíla „Hjá Ölgerðinni eru að jafnaði um 370 stöðugildi en í apríl fækkaði þeim um 60 vegna hlutabótaleiðarinnar. Ölgerðin stefnir að því að fækka þeim sem falla undir þá leið á næstu dögum og vikum, enda eru veitingastaðir margir hverjir að opna aftur eftir lokun,“ segir Andri. 77 starfsmenn fóru í á milli 25% og 50% starfshlutfall og 33 starfsmenn fóru í á milli 60% og 75% starfshlutfall. Aðspurður hvaða áhrif Covid-19 hafi haft á tekjur Ölgerðarinnar segir Andri að þau áhrif séu umtalsverð enda hafi nánast verið skrúfað fyrir alla sölu til veitingahúsa, hótela og Fríhafnar. Þá hafi einnig verið talsverður samdráttur í sölu til bensínstöðva, kvikmyndahúsa og skyndibitastaða. „Það hefur að sjálfsögðu bein áhrif á þau fjölmörgu störf sem slík sala skapar. Má þar nefna afgreiðslu á vörum, útkeyrslu, framleiðslu og svo mætti áfram telja. Þannig hefur Ölgerðin til dæmis lagt inn númer nokkurra dreifingarbíla sinna þar sem ekki hefur verið þörf á þeim til útkeyrslu. Á móti kemur að sala til stórmarkaða og ÁTVR hefur aukist á móti,“ segir Andri. Covid-19 hefur líka haft töluverð áhrif á starfsemi Coca-Cola á Íslandi þar sem tekjusamdrátturinn á sumum sviðum er næstum 100%.Vísir/Vilhelm Þeim sem voru á hlutabótum fækkaði um 20 á milli mánaða Í svari Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra Coca-Cola á Íslandi, við sambærilegri fyrirspurn og send var til Ölgerðarinnar segir að markmiðið hjá fyrirtækinu hafi verið að vernda störf. Í stað uppsagna hafi verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða til að tryggja að svo verði. Hlutabótaúrræði stjórnvalda hafi verið nýtt. „Í apríl fór hluti okkar starfsfólks í skert starfshlutfall til að mæta verulegum tekjusamdrætti í kjölfar faraldurs kórónaveirunnar og var sú ráðstöfun framlengd út maímánuð. Þessi aðgerð snerti um 60 starfsmenn í apríl og 40 starfsmenn í maí sem voru í fullu starfi en fóru í 25-80% starfshlutfalli. Þau störf sem þetta snertir voru störf sem ekki var hægt að sinna vegna aðstæðna í samfélaginu á sama hátt og áður, annað hvort vegna lokana og minna umfangs starfa eða aðlögunar á vinnufyrirkomulagi vegna nauðsynlegra sóttvarna,“ segir Stefán. Þannig hafi þeim sem voru á hlutabótum fækkað um 20 starfsmenn á milli mánaða. Tekjusamdrátturinn nánast 100% Þá segir hann mikinn tekjusamdrátt hafa verið hjá fyrirtækinu samhliða því að veitingamarkaðurinn lokaðist nánast alfarið auk þess sem sala í Fríhöfninni datt alveg út. „Við höfum séð nánast 100% tekjusamdrátt á þeim sviðum í apríl vegna lokana og umtalsverða söluminnkun þvert yfir markaðinn, fyrir utan matvörumarkað og Vínbúðirnar sem héldu sér ágætlega. Við erum einn af birgjum ferðaþjónustunnar þar sem orðið hefur algert hrun og hefur það víðtæk áhrif á tekjur og umfang starfsemi okkar,“ segir Stefán. Mikið af vörum Coca-Cola á Íslandi séu eingöngu seldar á veitingamarkaðnum þar sem algert hrun hefur orðið í sölu. „Sem dæmi má nefna ýmsar áfengar vörur, kaffi og kaffivörur, bjór í kútum, drykki í gleri og vatn í flöskum sem túristar hafa verið að kaupa,“ segir Stefán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverð á tekjur tveggja stærstu drykkjarvöruframleiðendur landsins, Ölgerðina og Coca-Cola á Íslandi. Bæði fyrirtækin hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. Í svari Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar, við fyrirspurn Vísis um áhrif Covid-19 á starfsemi fyrirtækisins segir að gripið hafi verið til margvíslegra hagræðingaraðgerða til að vernda störf. „Ölgerðin sér ekki fram á að þurfa að grípa til uppsagna batni ástandið í þjóðfélaginu á komandi mánuðum. Versni staðan hins vegar næsta haust eða í vetur þarf að endurskoða öll mál hjá Ölgerðinni, rétt eins og hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Ölgerðin stendur vörð um þau störf sem innlend framleiðsla, innflutningur og þjónusta okkar skapar þeim nokkur hundruð starfsmönnum sem hjá fyrirtækinu eru, enda telur Ölgerðin það grundvallaratriði að vera áfram fyrirtæki sem skapar störf, verðmæti og eflir innlenda framleiðslu,“ segir Andri. Til að vernda störf hjá fyrirtækinu hafi verið ákveðið að taka þátt í hlutabótaleið stjórnvalda en í eins takmörkuðum mæli og mögulegt. Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa lagt inn númer nokkurra dreifingarbíla „Hjá Ölgerðinni eru að jafnaði um 370 stöðugildi en í apríl fækkaði þeim um 60 vegna hlutabótaleiðarinnar. Ölgerðin stefnir að því að fækka þeim sem falla undir þá leið á næstu dögum og vikum, enda eru veitingastaðir margir hverjir að opna aftur eftir lokun,“ segir Andri. 77 starfsmenn fóru í á milli 25% og 50% starfshlutfall og 33 starfsmenn fóru í á milli 60% og 75% starfshlutfall. Aðspurður hvaða áhrif Covid-19 hafi haft á tekjur Ölgerðarinnar segir Andri að þau áhrif séu umtalsverð enda hafi nánast verið skrúfað fyrir alla sölu til veitingahúsa, hótela og Fríhafnar. Þá hafi einnig verið talsverður samdráttur í sölu til bensínstöðva, kvikmyndahúsa og skyndibitastaða. „Það hefur að sjálfsögðu bein áhrif á þau fjölmörgu störf sem slík sala skapar. Má þar nefna afgreiðslu á vörum, útkeyrslu, framleiðslu og svo mætti áfram telja. Þannig hefur Ölgerðin til dæmis lagt inn númer nokkurra dreifingarbíla sinna þar sem ekki hefur verið þörf á þeim til útkeyrslu. Á móti kemur að sala til stórmarkaða og ÁTVR hefur aukist á móti,“ segir Andri. Covid-19 hefur líka haft töluverð áhrif á starfsemi Coca-Cola á Íslandi þar sem tekjusamdrátturinn á sumum sviðum er næstum 100%.Vísir/Vilhelm Þeim sem voru á hlutabótum fækkaði um 20 á milli mánaða Í svari Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra Coca-Cola á Íslandi, við sambærilegri fyrirspurn og send var til Ölgerðarinnar segir að markmiðið hjá fyrirtækinu hafi verið að vernda störf. Í stað uppsagna hafi verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða til að tryggja að svo verði. Hlutabótaúrræði stjórnvalda hafi verið nýtt. „Í apríl fór hluti okkar starfsfólks í skert starfshlutfall til að mæta verulegum tekjusamdrætti í kjölfar faraldurs kórónaveirunnar og var sú ráðstöfun framlengd út maímánuð. Þessi aðgerð snerti um 60 starfsmenn í apríl og 40 starfsmenn í maí sem voru í fullu starfi en fóru í 25-80% starfshlutfalli. Þau störf sem þetta snertir voru störf sem ekki var hægt að sinna vegna aðstæðna í samfélaginu á sama hátt og áður, annað hvort vegna lokana og minna umfangs starfa eða aðlögunar á vinnufyrirkomulagi vegna nauðsynlegra sóttvarna,“ segir Stefán. Þannig hafi þeim sem voru á hlutabótum fækkað um 20 starfsmenn á milli mánaða. Tekjusamdrátturinn nánast 100% Þá segir hann mikinn tekjusamdrátt hafa verið hjá fyrirtækinu samhliða því að veitingamarkaðurinn lokaðist nánast alfarið auk þess sem sala í Fríhöfninni datt alveg út. „Við höfum séð nánast 100% tekjusamdrátt á þeim sviðum í apríl vegna lokana og umtalsverða söluminnkun þvert yfir markaðinn, fyrir utan matvörumarkað og Vínbúðirnar sem héldu sér ágætlega. Við erum einn af birgjum ferðaþjónustunnar þar sem orðið hefur algert hrun og hefur það víðtæk áhrif á tekjur og umfang starfsemi okkar,“ segir Stefán. Mikið af vörum Coca-Cola á Íslandi séu eingöngu seldar á veitingamarkaðnum þar sem algert hrun hefur orðið í sölu. „Sem dæmi má nefna ýmsar áfengar vörur, kaffi og kaffivörur, bjór í kútum, drykki í gleri og vatn í flöskum sem túristar hafa verið að kaupa,“ segir Stefán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira