Áhrif okkar eru ótvíræð Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. maí 2020 19:16 Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar