Læknir sakaður um 25 morð kærir vinnuveitendur fyrir meiðyrði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 09:52 William Husel í dómssal. ap/Kantele Franko Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira