Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 20:49 Tundurspillirinn USS Higgins nærri Scarborough-rifi í Suður-Kínahafi. AP/Strandgæsla Filippseyja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. Tundurspillinum USS Higgins og herskipinu USS Cincinnati var siglt að Scarborough rifi í dag en þeim var fylgt eftir af kínversku herskipi, en þó í um þrjátíu sjómílna fjarlægð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Kínverjar hafa sett einhliða takmarkanir á siglingar um svæðið og krefjast þess einnig að þeir sem sigla eða fljúga um svæðið tilkynni það. Bandaríkjamenn hafa um árabil siglt herskipum og flogið flugvélum um svæðið, í trássi við ólöglegt tilkall Kínverja og mótmæli þeirra, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsar siglingar. Sjá einnig: Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Þá hafa Bandaríkin og Filippseyjar verið bandalagsríki um árabil og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa oft varað við því að þeir myndu koma Filippseyingum til aðstoðar ef ráðist yrði á þá. Hvort sem það væri á landi eða á Suður-Kínahafi. Filippseyingar flugu í dag eftirlitsflugvél yfir Scarborough-rif, með blaðamenn um borð. Kínverskri herþotu var þá flogið í um 150 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvélinni og var ætlunin að þvinga flugvélina á brott. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Ráðamenn á Filippseyjum segja þetta hafa gengið á í um tuttugu mínútur. Chinese fighter jet intercepts Philippine Coast Guard aircraft near Bajo de Masinloc, days after Chinese vessels collided in the area.pic.twitter.com/Of8xOWiHo6— Clash Report (@clashreport) August 13, 2025 Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Filippseyjar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Tundurspillinum USS Higgins og herskipinu USS Cincinnati var siglt að Scarborough rifi í dag en þeim var fylgt eftir af kínversku herskipi, en þó í um þrjátíu sjómílna fjarlægð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Kínverjar hafa sett einhliða takmarkanir á siglingar um svæðið og krefjast þess einnig að þeir sem sigla eða fljúga um svæðið tilkynni það. Bandaríkjamenn hafa um árabil siglt herskipum og flogið flugvélum um svæðið, í trássi við ólöglegt tilkall Kínverja og mótmæli þeirra, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsar siglingar. Sjá einnig: Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Þá hafa Bandaríkin og Filippseyjar verið bandalagsríki um árabil og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa oft varað við því að þeir myndu koma Filippseyingum til aðstoðar ef ráðist yrði á þá. Hvort sem það væri á landi eða á Suður-Kínahafi. Filippseyingar flugu í dag eftirlitsflugvél yfir Scarborough-rif, með blaðamenn um borð. Kínverskri herþotu var þá flogið í um 150 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvélinni og var ætlunin að þvinga flugvélina á brott. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Ráðamenn á Filippseyjum segja þetta hafa gengið á í um tuttugu mínútur. Chinese fighter jet intercepts Philippine Coast Guard aircraft near Bajo de Masinloc, days after Chinese vessels collided in the area.pic.twitter.com/Of8xOWiHo6— Clash Report (@clashreport) August 13, 2025
Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Filippseyjar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira