Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2025 09:09 Reikistefna fulltrúa á fundi Sameinuðu þjóðanna um plastmengun í Genf í Sviss sem lauk án samkomulags í dag. AP/Martial Trezzini/Keystone Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu. Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum. Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum.
Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira