Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2025 14:04 Obama hefur látið fremur lítið fyrir sér fara, þrátt fyrir stórkostlegar pólitískar æfingar Donald Trump. Getty/Meg Oliphant Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stigið fram til að blása Demókrötum í Texas í brjóst en hann hefur hælt þingmönnum ríkisþingsins fyrir að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Eins og Vísir hefur áður greint frá, „flúðu“ tugir ríkisþingmanna Demókrataflokksins frá Texas til Illinois til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu knúið fram atkvæðagreiðslu um breytinguna, sem mun líklega tryggja Repúblikanaflokknum fimm þingsæti til viðbótar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Við megum ekki bara standa aðgerðalaus og láta hjá líða kerfisbundnar árásir á lýðræðið. Þannig, vegna hugrekkis ykkar, þá höfum við séð Kaliforníu bregðast við og önnur ríki athuga hvað þau geta gert til að jafna út þetta kjördæmasvindl,“ sagði Obama á Zoom-fundi. Obama hefur látið fremur lítið fyrir sér fara frá því að hann lét af embætti og ákvörðun hans um að tjá sig nú þykir þannig til marks um alvarleika málsins. Demókratarnir í Texas hyggjast snúa aftur um helgina og gera má ráð fyrir að kjördæmabreytingarnar verði knúðar í gegn á næstunni. Stjórnvöld í Kaliforníu og víðar hyggjast hins vegar freista þess að grípa til mótvægisaðgerða til að jafna leikinn. Gera má ráð fyrir að málið muni rata fyrir dómstóla en Obama sagði það alltént ekki yrðu leyst á næstunni. Bandaríska þjóðin þyrfti að átta sig á stöðunni og því að hún gæti ekki gengið að frelsinu og lýðræðinu sem sjálfsögðum hlut. Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Eins og Vísir hefur áður greint frá, „flúðu“ tugir ríkisþingmanna Demókrataflokksins frá Texas til Illinois til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu knúið fram atkvæðagreiðslu um breytinguna, sem mun líklega tryggja Repúblikanaflokknum fimm þingsæti til viðbótar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Við megum ekki bara standa aðgerðalaus og láta hjá líða kerfisbundnar árásir á lýðræðið. Þannig, vegna hugrekkis ykkar, þá höfum við séð Kaliforníu bregðast við og önnur ríki athuga hvað þau geta gert til að jafna út þetta kjördæmasvindl,“ sagði Obama á Zoom-fundi. Obama hefur látið fremur lítið fyrir sér fara frá því að hann lét af embætti og ákvörðun hans um að tjá sig nú þykir þannig til marks um alvarleika málsins. Demókratarnir í Texas hyggjast snúa aftur um helgina og gera má ráð fyrir að kjördæmabreytingarnar verði knúðar í gegn á næstunni. Stjórnvöld í Kaliforníu og víðar hyggjast hins vegar freista þess að grípa til mótvægisaðgerða til að jafna leikinn. Gera má ráð fyrir að málið muni rata fyrir dómstóla en Obama sagði það alltént ekki yrðu leyst á næstunni. Bandaríska þjóðin þyrfti að átta sig á stöðunni og því að hún gæti ekki gengið að frelsinu og lýðræðinu sem sjálfsögðum hlut.
Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira