Virðingarleysi að skipa astmasjúklingum úr borginni yfir áramótin Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. desember 2019 12:52 Flugeldaskot getur haft mikil áhrif á líðan astmasjúklinga. vísir/vilhelm Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún. Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún.
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00