Innlent

Tugir öku­manna í vand­ræðum á Suður­nesjum

Árni Sæberg skrifar
Frá Stafnesvegi í morgun.
Frá Stafnesvegi í morgun. Björgunarsveitin Sigurvon

Björgunarsveitarmenn frá þremur sveitum aðstoðuðu tugi ökumanna sem lent höfðu í vandræðum vegna færðar á Sandgerðisvegi og Garðskagavegi í morgun.

Í fréttatilkynningu frá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði segir að á sjötta tímanum í morgun hafi sveitinni borist aðstoðarbeiðni vegna ökumanna sem höfðu fest sig á milli Sandgerðis og Keflavíkur. Mikill skafrenningur hafi verið á svæðinu eftir snjókomuna í gær.

Stuttu seinna hafi komið í ljós að verkefnið væri mun stærra í sniðum og þá hafi sveitirnar í Garði og Keflavík verið kallaðar til aðstoðar. Aðgerðir hafi staðið yfir í um þrjá og hálfan tíma og tugir ökumanna hafi verið í vandræðum vegna færðar á Sandgerðisvegi og Garðskagavegi.

Verkefnum morgunsins hafi verið sinnt á tíu bílum frá björgunarsveitum og lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×