Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2025 12:33 Snjórinn setti strik sinn í reikning margra á höfuðborgarsvæðinu í gær, en fallegur er hann. Vísir/Anton Brink Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi hafa verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi hafa verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink
Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira