Auglýsing Trump vekur lukku, reiði og háð Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 15:31 Donald Trump í sporum Thanos. Starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, birtu í gær nýja auglýsingu sem hefur vakið mikla athygli. Hún vakti fljótt mikla lukku meðal stuðningsmanna Trump en reiði og háð meðal andstæðinga hans. Í auglýsingunni hefur andlit Trump verið sett á Thanos í atriði úr kvikmyndinni Avengers: Endgame. Myndbandið sýnir Thanos þar sem hann segist „óumflýjanlegur“ og virðist við það að ná markmiði sínu að þurrka út helming lífs í alheiminum. Því hefur þó verið breytt. Andliti Trump hefur verið komið fyrir á búk Thanos og svo eftir að hann smellir fingrunum er sýnt hvernig leiðtogar Demókrataflokksins verða að ryki. Myndbandinu fylgja þau skilaboð að endurkjör forsetans sé „óumflýjanlegt“ og ákærur þingsins gagnvart Trump fyrir embættisbrot séu svik. House Democrats can push their sham impeachment all they want. President Trump's re-election is. pic.twitter.com/O7o02S26nS— Trump War Room (Text TRUMP to 88022) (@TrumpWarRoom) December 10, 2019 Margir netverjar hafa gert grín að auglýsingunni og þá sérstaklega með tilliti til þess að þetta tiltekna atriði í kvikmyndinni endar ekki vel fyrir Thanos sjálfan. Hann hefur verið plataður af meðlimum Avengers og nokkrar sekúndur frá því að deyja sjálfur. Öðrum þykir einkennilegt að bera Trump saman við morðóðan stríðsherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna er Jim Starlin, sem bjó persónuna Thanos til við hlið Stan Lee. Hann skrifaði á Instagram að í fyrstu hefði hann verið miður sín yfir því að „þetta oflátungslega flón“ hafi notað eitthvað sem hann skapaði í þessum tilgangi. Að endingu hafi hann þó séð að leiðtogi Bandaríkjanna njóti þess í rauninni að líkja sér við fjöldamorðingja. „Þetta eru sorglegir og undarlegir tímar sem við göngum í gegnum. Sem betur fer enda allir hlutir, jafnvel þjóðarmartraðir,“ skrifaði Starlin. View this post on Instagram After my initial feeling of being violated, seeing that pompous dang fool using my creation to stroke his infantile ego, it finally struck me that the leader of my country and the free world actually enjoys comparing himself to a mass murderer. How sick is that? These are sad and strange times we are going through. Fortunately all things, even national nightmares, eventually come to an end. A post shared by Jim Starlin (@jimstarlin) on Dec 10, 2019 at 4:10pm PST Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, birtu í gær nýja auglýsingu sem hefur vakið mikla athygli. Hún vakti fljótt mikla lukku meðal stuðningsmanna Trump en reiði og háð meðal andstæðinga hans. Í auglýsingunni hefur andlit Trump verið sett á Thanos í atriði úr kvikmyndinni Avengers: Endgame. Myndbandið sýnir Thanos þar sem hann segist „óumflýjanlegur“ og virðist við það að ná markmiði sínu að þurrka út helming lífs í alheiminum. Því hefur þó verið breytt. Andliti Trump hefur verið komið fyrir á búk Thanos og svo eftir að hann smellir fingrunum er sýnt hvernig leiðtogar Demókrataflokksins verða að ryki. Myndbandinu fylgja þau skilaboð að endurkjör forsetans sé „óumflýjanlegt“ og ákærur þingsins gagnvart Trump fyrir embættisbrot séu svik. House Democrats can push their sham impeachment all they want. President Trump's re-election is. pic.twitter.com/O7o02S26nS— Trump War Room (Text TRUMP to 88022) (@TrumpWarRoom) December 10, 2019 Margir netverjar hafa gert grín að auglýsingunni og þá sérstaklega með tilliti til þess að þetta tiltekna atriði í kvikmyndinni endar ekki vel fyrir Thanos sjálfan. Hann hefur verið plataður af meðlimum Avengers og nokkrar sekúndur frá því að deyja sjálfur. Öðrum þykir einkennilegt að bera Trump saman við morðóðan stríðsherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna er Jim Starlin, sem bjó persónuna Thanos til við hlið Stan Lee. Hann skrifaði á Instagram að í fyrstu hefði hann verið miður sín yfir því að „þetta oflátungslega flón“ hafi notað eitthvað sem hann skapaði í þessum tilgangi. Að endingu hafi hann þó séð að leiðtogi Bandaríkjanna njóti þess í rauninni að líkja sér við fjöldamorðingja. „Þetta eru sorglegir og undarlegir tímar sem við göngum í gegnum. Sem betur fer enda allir hlutir, jafnvel þjóðarmartraðir,“ skrifaði Starlin. View this post on Instagram After my initial feeling of being violated, seeing that pompous dang fool using my creation to stroke his infantile ego, it finally struck me that the leader of my country and the free world actually enjoys comparing himself to a mass murderer. How sick is that? These are sad and strange times we are going through. Fortunately all things, even national nightmares, eventually come to an end. A post shared by Jim Starlin (@jimstarlin) on Dec 10, 2019 at 4:10pm PST
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira