Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 15:25 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira