Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á heilsugæslustöðvar sem eru án varaafls Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. desember 2019 00:00 Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að rafmagnsleysið sem varð í kjölfar óveðursins í síðustu viku hafi haft víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna þar. Engin varaaflsstöð sé til að mynda á Dalvík sem hafi haft víðtæk áhrif á þjónustuna. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með starfsstöðvar á átján stöðum á Norðurlandi. Þar á meðal á Dalvík og Sauðárkróki þar sem óveðrið í síðustu viku olli víðtæku rafmagnsleysi. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar segir að það hafi haft mikil áhrif. „Það kom klárlega í ljós til dæmis á Dalvík þar sem ekki er varaafl að þá geta menn lent í vandræðum með að opna tölvur og nýta síma. Almennt má segja að meginvandinn er að það detta niður fjarskiptakerfi og menn treysta á að þau virki. Lærdómurinn af þessu áfalli er að þau eru ekki nógu örugg,“ segir Jón Helgi. Jón segir að varaafl hafi verið á sjúkrahúsum og legudeildum en hins vegar hafi rafmagnsleysið komið illa niður á heilsugæslustöðvum sem hafa ekki varaafl. Þá eyðilögðust tölvur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í rafmagnsleysinu. „Það voru einhverjar tölvur sem brunnu yfir vegna rafmagnstruflanna. Þá er verið að sinna sjúklingum sem eru kannski mikið veikir heima og það þarf að vera með viðbragð gagnvart þeim. Það er mikilvægt að fara yfir allt ferlið og setja upp skýrari viðbragðsáætlanir, “ segir hann. Hann segir að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verði upplýst um stöðuna. „Hún verður tvímælalaust látin vita af stöðunni. Þá geta verið eftirköst af svona áfalli, þ.e. þegar fólk er búið að vera lengi rafmagnslaust í vondum veðrum og án símasambands, það getur haft eftirköst,“ segir Jón Helgi. Dalvíkurbyggð Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að rafmagnsleysið sem varð í kjölfar óveðursins í síðustu viku hafi haft víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna þar. Engin varaaflsstöð sé til að mynda á Dalvík sem hafi haft víðtæk áhrif á þjónustuna. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með starfsstöðvar á átján stöðum á Norðurlandi. Þar á meðal á Dalvík og Sauðárkróki þar sem óveðrið í síðustu viku olli víðtæku rafmagnsleysi. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar segir að það hafi haft mikil áhrif. „Það kom klárlega í ljós til dæmis á Dalvík þar sem ekki er varaafl að þá geta menn lent í vandræðum með að opna tölvur og nýta síma. Almennt má segja að meginvandinn er að það detta niður fjarskiptakerfi og menn treysta á að þau virki. Lærdómurinn af þessu áfalli er að þau eru ekki nógu örugg,“ segir Jón Helgi. Jón segir að varaafl hafi verið á sjúkrahúsum og legudeildum en hins vegar hafi rafmagnsleysið komið illa niður á heilsugæslustöðvum sem hafa ekki varaafl. Þá eyðilögðust tölvur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í rafmagnsleysinu. „Það voru einhverjar tölvur sem brunnu yfir vegna rafmagnstruflanna. Þá er verið að sinna sjúklingum sem eru kannski mikið veikir heima og það þarf að vera með viðbragð gagnvart þeim. Það er mikilvægt að fara yfir allt ferlið og setja upp skýrari viðbragðsáætlanir, “ segir hann. Hann segir að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verði upplýst um stöðuna. „Hún verður tvímælalaust látin vita af stöðunni. Þá geta verið eftirköst af svona áfalli, þ.e. þegar fólk er búið að vera lengi rafmagnslaust í vondum veðrum og án símasambands, það getur haft eftirköst,“ segir Jón Helgi.
Dalvíkurbyggð Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira