Samdrátturinn á íbúðamarkaði minni en áður var talið Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2019 09:05 Hrein ný íbúðalán til heimila námu alls um 22,2 milljörðum króna í október síðastliðnum og mældust 36% hærri en í september og 44% hærri en í október í fyrra. vísir/vilhelm Kaupsamningum um stakar eignir á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Ný gögn gefa hins vegar til kynna að samdrátturinn sé minni en áður var talið. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar segir að veltan á bakvið þau viðskipti á íbúðamarkaði það sem af er ári sé komin á par við sama tímabil í fyrra að nafnvirði á landinu öllu. Samdrátturinn sé eitt prósent á höfuðborgarsvæðinu en aukning hafi verið um eitt prósent í nágrannasveitarfélögum og á Akureyri. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að fasteignamarkaðurinn virðist því vera heldur líflegri í haust heldur en í lok sumars miðað við sama tímabil í fyrra. „Íbúum hefur fjölgað langmest á Suðurnesjum frá árinu 2008 eða um rúmlega 30%. Fjölgun íbúða hefur einnig hvergi verið meiri á sama tíma eða um 10% sem er þó ekki nóg til þess að halda í við íbúafjölgun. Flatari dreifing í leigufjárhæðum Leigufjárhæð hefur verið að jafnaði um 182 þúsund kr. á mánuði sé miðað við miðgildi þinglýstra samninga það sem af er ári. Í níu af hverjum tíu þinglýstum leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu liggur leigufjárhæð á bilinu 99.000 – 277.000 krónur á mánuði en til samanburðar var sambærilegt bil 94.000 – 284.000 árið 2018 og 72.000 – 216.000 kr. árið 2013 á föstu verðlagi. Októbermánuður stærsti einstaki mánuður frá upphafi í hreinum nýjum íbúðalánum heimilanna Hrein ný íbúðalán til heimila námu alls um 22,2 milljörðum króna í október síðastliðnum og mældust 36% hærri en í september og 44% hærri en í október í fyrra. Frá sama tímabili í fyrra hafa heildarfjárhæðir nýrra íbúðalána heimilanna, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, aukist um 1,3% að nafnvirði. Samsetning lána hefur tekið stakkaskiptum því óverðtryggð lánhafa vaxið um nær 30% á milli ára en á móti vegur að hrein ný verðtryggð lán drógust saman um 37% á verðlagi hvors árs. Þá virðist hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði hafa aukist lítillega. Útlánavöxtinn í októbermánuði má að mestu leyti rekja til mikillar aukningar í hreinum nýjum óverðtryggðum útlánum lífeyrissjóðanna. Ástæður þeirrar aukningar er þó ekki hægt að rekja beint til aukinnar aðsóknar til nýrra lána lífeyrissjóðanna í októbermánuði einum og sér heldur þess að eitthvað hefur verið um að lífeyrissjóðir hafi gert átak í því að hreinsa upp í þeim umsóknarstöflum sem myndast höfðu frá því í sumar/haust. Því er hér fyrst og fremst um að ræða einskiptisaðgerðir ákveðinna stórra lífeyrissjóða en ekki stökkbreytingar í umsóknum nýrra lána,“ segir í tilkynningunni frá Íbúðalánasjóði. Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Kaupsamningum um stakar eignir á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Ný gögn gefa hins vegar til kynna að samdrátturinn sé minni en áður var talið. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar segir að veltan á bakvið þau viðskipti á íbúðamarkaði það sem af er ári sé komin á par við sama tímabil í fyrra að nafnvirði á landinu öllu. Samdrátturinn sé eitt prósent á höfuðborgarsvæðinu en aukning hafi verið um eitt prósent í nágrannasveitarfélögum og á Akureyri. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að fasteignamarkaðurinn virðist því vera heldur líflegri í haust heldur en í lok sumars miðað við sama tímabil í fyrra. „Íbúum hefur fjölgað langmest á Suðurnesjum frá árinu 2008 eða um rúmlega 30%. Fjölgun íbúða hefur einnig hvergi verið meiri á sama tíma eða um 10% sem er þó ekki nóg til þess að halda í við íbúafjölgun. Flatari dreifing í leigufjárhæðum Leigufjárhæð hefur verið að jafnaði um 182 þúsund kr. á mánuði sé miðað við miðgildi þinglýstra samninga það sem af er ári. Í níu af hverjum tíu þinglýstum leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu liggur leigufjárhæð á bilinu 99.000 – 277.000 krónur á mánuði en til samanburðar var sambærilegt bil 94.000 – 284.000 árið 2018 og 72.000 – 216.000 kr. árið 2013 á föstu verðlagi. Októbermánuður stærsti einstaki mánuður frá upphafi í hreinum nýjum íbúðalánum heimilanna Hrein ný íbúðalán til heimila námu alls um 22,2 milljörðum króna í október síðastliðnum og mældust 36% hærri en í september og 44% hærri en í október í fyrra. Frá sama tímabili í fyrra hafa heildarfjárhæðir nýrra íbúðalána heimilanna, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, aukist um 1,3% að nafnvirði. Samsetning lána hefur tekið stakkaskiptum því óverðtryggð lánhafa vaxið um nær 30% á milli ára en á móti vegur að hrein ný verðtryggð lán drógust saman um 37% á verðlagi hvors árs. Þá virðist hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði hafa aukist lítillega. Útlánavöxtinn í októbermánuði má að mestu leyti rekja til mikillar aukningar í hreinum nýjum óverðtryggðum útlánum lífeyrissjóðanna. Ástæður þeirrar aukningar er þó ekki hægt að rekja beint til aukinnar aðsóknar til nýrra lána lífeyrissjóðanna í októbermánuði einum og sér heldur þess að eitthvað hefur verið um að lífeyrissjóðir hafi gert átak í því að hreinsa upp í þeim umsóknarstöflum sem myndast höfðu frá því í sumar/haust. Því er hér fyrst og fremst um að ræða einskiptisaðgerðir ákveðinna stórra lífeyrissjóða en ekki stökkbreytingar í umsóknum nýrra lána,“ segir í tilkynningunni frá Íbúðalánasjóði.
Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira