Samherji bara sjúkdómseinkenni Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 6. desember 2019 16:30 Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun