Verkalýðshreyfingin áberandi í mótmælunum á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 14:35 Alls koma tólf samtök að mótmælaaðgerðunum í dag. Vísir/Stefán Óli Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli
Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira