Staðfesta niðurfellingu á máli ungu konunnar sem lést eftir handtöku lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 15:55 Réttarmeinafræðingur taldi handtökuaðferðir lögreglu hafa átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Vísir/vilhelm Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Einar Tryggvason saksóknari hjá ríkissaksóknara í svari við fyrirspurn fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tveir lögreglumenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í ágúst þar sem fram kom að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af ungu konunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Vitnið kvaðst hafa heyrt bæld öskur en þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Látnir sviðsetja handtökuna Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í skýrslu réttarmeinarfræðings kom fram að þegar átökin við lögreglu stóðu yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman hefðu þessi þættir getað hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu.Engar upptökur til Þá mælti réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram á meðan málið var á borði héraðssaksóknara en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni í ágúst sagði að engar upptökur væru til af atvikum, einungis eitt vitni hefði séð atvikið óljóst. Lögreglumennirnir tveir segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður af héraðssaksóknara. Sú ákvörðun hefur verið staðfest.Frétt Stöðvar 2 frá því í ágúst má sjá hér að neðan. Fíkniefnavandinn Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður mál ungrar konu sem lést í apríl síðastliðnum eftir að hafa verið handtekin af lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Einar Tryggvason saksóknari hjá ríkissaksóknara í svari við fyrirspurn fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tveir lögreglumenn höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í ágúst þar sem fram kom að lögreglumennirnir hafi haft afskipti af ungu konunni sem var í geðrofi. Þeir hafi elt hana inn í bakgarð í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir handtóku hana. Skömmu síðar hafi hún verið með skerta meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Aðeins eitt vitni var að handtökunni en það var statt innan við glugga og sá atburðinn óglöggt. Vitnið sagði lögreglumennina hafa haldið stúlkunni niðri á mjög „agressívan“ hátt. Vitnið kvaðst hafa heyrt bæld öskur en þó ekki séð lögreglumennina halda fyrir munn hennar.Látnir sviðsetja handtökuna Konan hafði verið í samkvæmi um kvöldið þar sem mikið var um fíkniefni og mældist hún með amfetamín, kókaín og fleiri lyf í blóði. Í skýrslu réttarmeinarfræðings kom fram að þegar átökin við lögreglu stóðu yfir hafi konan verið með óráði vegna fíkniefnaneyslu. Líkamlegt álag hafi aukist til muna vegna átaka við lögreglu. Þvinguð lega hennar á grúfu við handtökuna, með þrýstingi á brjóstkassa í langan tíma, gæti hafa hamlað öndunargetu hennar. Saman hefðu þessi þættir getað hafa leitt til dauða hennar. Við rannsóknina voru lögreglumennirnir látnir sviðsetja handtökuna. Þeir sem annast kennslu lögreglumanna voru meðal viðstaddra og var það mat þeirra að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt. Réttarmeinafræðingurinn var einnig viðstaddur sviðsetninguna og skilaði viðbótaráliti og var niðurstaðan afgerandi. Þar er staðhæft að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. Þvinguð lega hennar hafi haft áhrif á öndunargetu.Engar upptökur til Þá mælti réttarmeinafræðingurinn með ítarlegri greiningu aðgerðarsérfræðings á atburðarásinni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fór slík greining ekki fram á meðan málið var á borði héraðssaksóknara en ekki er fjallað um hana í úrskurðinum. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir niðurfellingunni í ágúst sagði að engar upptökur væru til af atvikum, einungis eitt vitni hefði séð atvikið óljóst. Lögreglumennirnir tveir segi aðferðirnar hafa verið viðurkenndar og vísað er í fyrrnefnt mat sérfræðings lögreglunnar á sviðsetningunni. Málið var ekki talið líklegt til sakfellis og fellt niður af héraðssaksóknara. Sú ákvörðun hefur verið staðfest.Frétt Stöðvar 2 frá því í ágúst má sjá hér að neðan.
Fíkniefnavandinn Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24. ágúst 2019 19:00