Saman hjá Teymi, Basko og nú Skeljungi Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 10:12 Ólafur Þór Jóhannesson og Árni Pétur Jónsson þegar þeir störfuðu saman hjá Teymi. Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs, en stjórn félagsins ákvað í morgun að breyta skipuriti Skeljungs. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar er þess getið að ráðist hafi verið í breytingarnar að frumkvæði forstjórans, Árna Péturs Jónssonar, sem starfaði áður með fyrrnefndum Ólafi hjá Basko og Teymi.Greint var frá því í upphafi vikunnar að forveri Ólafs Þórs, Benedikt Ólafsson, hafi sagt upp störfum eftir fjögur ár sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Helstu breytingarnar eru þær að sölusviði Skeljungs hefur verið skipt upp í tvö svið, fyrirtækjasvið og einstaklingssvið. Þórður Guðjónsson mun áfram leiða fyrirtækjasviðið en forstjórinn Árni Pétur mun leiða einstaklingssvið Skeljungs. Már Erlingsson mun taka við stöðu aðstoðarforstjóra Skeljungs auk þess sem hann mun stýra rekstrarsviði félagsins. Undir það svið mun heyra mannauðs- og skrifstofumál, upplýsingatækni og bókhald Gró Björg Baldvinsdóttir, yfirlögfræðingur Skeljungs, mun aukinheldur taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Samhliða þessum tilfærslum hefur verið tekin ákvörðun um að leggja niður skrifstofu- og samskiptasvið. Við það færast markaðsmál til einstaklingssviðs, sem líkt og áður sagði er stýrt af forstjóra félagsins. Í tilkynningu Skeljungs til Kauphallarinnar er ferill hins nýja framkvæmdastjóra fjármálasviðs jafnframt rakinn:Ólafur hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi síðan 2018 og auk þess að sinna stjórnarstörfum í nokkrum félögum. Áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs og staðgengils forstjóra Basko ehf. eða frá 2012-2018. Þá var Ólafur framkvæmdastjóri Miðengis ehf., eignarhaldsfélags í eigu Íslandsbanka, frá 2010-2012. Á árunum 2006-2010 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs Teymis hf. sem var skráð félag í Kauphöll Íslands. Á árunum 1996-2006 starfaði Ólafur á endurskoðunarsviði PricewaterhouseCoopers og varð síðar eigandi. Auk þess sinnti hann kennslu í Háskólanum í Reykjavík við viðskiptadeild háskólans og starfaði fyrir prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Ólafur er með Cand.oecon próf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Bensín og olía Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10 Benedikt hættir eftir fjögur ár hjá Skeljungi Benedikt Ólafsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs. 18. nóvember 2019 11:24 Olíufélögin í uppbyggingu Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna 26. júní 2019 07:45 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs, en stjórn félagsins ákvað í morgun að breyta skipuriti Skeljungs. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar er þess getið að ráðist hafi verið í breytingarnar að frumkvæði forstjórans, Árna Péturs Jónssonar, sem starfaði áður með fyrrnefndum Ólafi hjá Basko og Teymi.Greint var frá því í upphafi vikunnar að forveri Ólafs Þórs, Benedikt Ólafsson, hafi sagt upp störfum eftir fjögur ár sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Helstu breytingarnar eru þær að sölusviði Skeljungs hefur verið skipt upp í tvö svið, fyrirtækjasvið og einstaklingssvið. Þórður Guðjónsson mun áfram leiða fyrirtækjasviðið en forstjórinn Árni Pétur mun leiða einstaklingssvið Skeljungs. Már Erlingsson mun taka við stöðu aðstoðarforstjóra Skeljungs auk þess sem hann mun stýra rekstrarsviði félagsins. Undir það svið mun heyra mannauðs- og skrifstofumál, upplýsingatækni og bókhald Gró Björg Baldvinsdóttir, yfirlögfræðingur Skeljungs, mun aukinheldur taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Samhliða þessum tilfærslum hefur verið tekin ákvörðun um að leggja niður skrifstofu- og samskiptasvið. Við það færast markaðsmál til einstaklingssviðs, sem líkt og áður sagði er stýrt af forstjóra félagsins. Í tilkynningu Skeljungs til Kauphallarinnar er ferill hins nýja framkvæmdastjóra fjármálasviðs jafnframt rakinn:Ólafur hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi síðan 2018 og auk þess að sinna stjórnarstörfum í nokkrum félögum. Áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs og staðgengils forstjóra Basko ehf. eða frá 2012-2018. Þá var Ólafur framkvæmdastjóri Miðengis ehf., eignarhaldsfélags í eigu Íslandsbanka, frá 2010-2012. Á árunum 2006-2010 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs Teymis hf. sem var skráð félag í Kauphöll Íslands. Á árunum 1996-2006 starfaði Ólafur á endurskoðunarsviði PricewaterhouseCoopers og varð síðar eigandi. Auk þess sinnti hann kennslu í Háskólanum í Reykjavík við viðskiptadeild háskólans og starfaði fyrir prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Ólafur er með Cand.oecon próf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.
Bensín og olía Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10 Benedikt hættir eftir fjögur ár hjá Skeljungi Benedikt Ólafsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs. 18. nóvember 2019 11:24 Olíufélögin í uppbyggingu Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna 26. júní 2019 07:45 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. 13. ágúst 2019 11:10
Benedikt hættir eftir fjögur ár hjá Skeljungi Benedikt Ólafsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs. 18. nóvember 2019 11:24
Olíufélögin í uppbyggingu Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna 26. júní 2019 07:45