Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 14:33 Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. vísir/stefán Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, krefst þess að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segi af sér. Það sé ekki nóg að hann víki í málum tengdum Samherja. Nokkur samtök hafa blásið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14:00 á morgun en afsögn ráðherrans er ein af kröfunum. Katrín segir að Samherjaskjölin hafi varpað ljósi á marga þætti samfélagsins sem þurfi að laga. Með mótmælunum vilja skipuleggjendur gefa almenningi vettvang til að sameinast um ákall til stjórnvalda um alvöru breytingar. Skipuleggjendur hafa sett fram nokkrar kröfur. „Við viljum að fólk taki ábyrgð á því ef það er innviklað í einhverja spillingu eins og sjávarútvegsráðherra sem er þarna allt of tengdur þessu fyrirtæki sem um ræðir. Við viljum sameinast um það að Íslendingar fái loksins stjórnarskrána sem þeir sömdu eftir hrun og sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að skyldi lögð til grundvallar stjórnarskrá Íslands. Við viljum að arðurinn af auðlindunum okkar renni í okkar sameiginlegu sjóði svo fólk geti lifað hérna mannsæmandi lífi, allir. Þannig gætum við byggt upp miklu sterkari innviði og betra samfélag. Þetta eru nú bara sjálfsagðar kröfur myndi ég segja.“ Spjótin hafa beinst gegn Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, eftir að uppljóstrarinn í málinu sagði fyrrverandi forstjóra Samherja hafa kynnt Kristján fyrir namibískum áhrifamönnum sem sínum ráðherra í ríkisstjórninni. Kristján hefur lýst því yfir að hann segði sig frá öllum málum sem tengjast Samherja.Kristján hefur lýst því yfir að hann segi sig frá málum sem tengjast Samherja en útgerðarfyrirtækið er annað af tveimur fyrirtækjum landsins sem hefur yfir mestum kvóta að ráða.„Við teljum að þegar manneskja situr í svona valdamiklu embætti sem varðar sjávarútveginn og þessa auðlindanýtingu á stóru auðlindinni okkar, þjóðarinnar, þá er mjög mjög óheppilegt að hann hafi svnoa tengsl við fyrirtæki sem er núna, ef satt reynist, að koma í ljóst að hafi viðhaft lögbrot, spillingu og mútur og annað. Það er ekki nóg að stíga bara til hliðar hvað varðar þetta eina mál. Við verðum auðvitað að skapa traust með því að hann víki algjörlega og við fáum bara einhverja nýja manneskju til að stýra þessum málum.“ Katrín segist sannfærð um að mótmælendur nái að fylla Austurvöll á morgun. Ljóst sé að mörgum sé nóg boðið. Við höfum áður, við Íslendingar, sýnt það í Búsáhaldabyltingunni að við getum alveg mætt og sagt „hingað og ekki lengra“ þegar okkur er misboðið og við hljótum að vita það að ef við gerum það ekki þá erum við með einhvers konar afstöðuleysi að samþykkja það að hlutirnir séu áfram eins og þeir eru núna; að samþykkja það að arðurinn af auðlindunum okkar renni bara ofan í vasa örfárra einstaklinga sem eru þegar orðnir of ríkir. Við hljótum að vilja reyna að breyta einhverju og við erum alveg ótrúlega góð í að ná fram breytingu þegar við stöndum nógu mörg saman.Þú nefndir Búsáhaldabyltinguna, þetta er nú ekki alls ótengt eða hvað?„Nei ég held ekki. Ég held því miður að þegar hrunið átti sér stað þá sáum við inn í svona ormagryfju spillingar og rangláts kerfis. Og núna út af þessu Samherjamáli sem er auðvitað hræðilegt, erum við aftur að sjá heildarmyndina og reynum að bregðast við henni og ná fram einhverjum alvöru breytingum. Það er í raun og veru hliðstæðan sem ég held við getum algjörlega borið saman. Okkur tókst ýmislegt með mótmælunum síðast, okkur tókst ekki að ná fram þessu stóru kerfislægu breytingum sem við þurfum og við erum núna að gera seinna áhlaupið á okkar eigin kerfi til að skapa meira réttlæti“ Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. 15. nóvember 2019 18:42 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, krefst þess að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segi af sér. Það sé ekki nóg að hann víki í málum tengdum Samherja. Nokkur samtök hafa blásið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14:00 á morgun en afsögn ráðherrans er ein af kröfunum. Katrín segir að Samherjaskjölin hafi varpað ljósi á marga þætti samfélagsins sem þurfi að laga. Með mótmælunum vilja skipuleggjendur gefa almenningi vettvang til að sameinast um ákall til stjórnvalda um alvöru breytingar. Skipuleggjendur hafa sett fram nokkrar kröfur. „Við viljum að fólk taki ábyrgð á því ef það er innviklað í einhverja spillingu eins og sjávarútvegsráðherra sem er þarna allt of tengdur þessu fyrirtæki sem um ræðir. Við viljum sameinast um það að Íslendingar fái loksins stjórnarskrána sem þeir sömdu eftir hrun og sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að skyldi lögð til grundvallar stjórnarskrá Íslands. Við viljum að arðurinn af auðlindunum okkar renni í okkar sameiginlegu sjóði svo fólk geti lifað hérna mannsæmandi lífi, allir. Þannig gætum við byggt upp miklu sterkari innviði og betra samfélag. Þetta eru nú bara sjálfsagðar kröfur myndi ég segja.“ Spjótin hafa beinst gegn Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, eftir að uppljóstrarinn í málinu sagði fyrrverandi forstjóra Samherja hafa kynnt Kristján fyrir namibískum áhrifamönnum sem sínum ráðherra í ríkisstjórninni. Kristján hefur lýst því yfir að hann segði sig frá öllum málum sem tengjast Samherja.Kristján hefur lýst því yfir að hann segi sig frá málum sem tengjast Samherja en útgerðarfyrirtækið er annað af tveimur fyrirtækjum landsins sem hefur yfir mestum kvóta að ráða.„Við teljum að þegar manneskja situr í svona valdamiklu embætti sem varðar sjávarútveginn og þessa auðlindanýtingu á stóru auðlindinni okkar, þjóðarinnar, þá er mjög mjög óheppilegt að hann hafi svnoa tengsl við fyrirtæki sem er núna, ef satt reynist, að koma í ljóst að hafi viðhaft lögbrot, spillingu og mútur og annað. Það er ekki nóg að stíga bara til hliðar hvað varðar þetta eina mál. Við verðum auðvitað að skapa traust með því að hann víki algjörlega og við fáum bara einhverja nýja manneskju til að stýra þessum málum.“ Katrín segist sannfærð um að mótmælendur nái að fylla Austurvöll á morgun. Ljóst sé að mörgum sé nóg boðið. Við höfum áður, við Íslendingar, sýnt það í Búsáhaldabyltingunni að við getum alveg mætt og sagt „hingað og ekki lengra“ þegar okkur er misboðið og við hljótum að vita það að ef við gerum það ekki þá erum við með einhvers konar afstöðuleysi að samþykkja það að hlutirnir séu áfram eins og þeir eru núna; að samþykkja það að arðurinn af auðlindunum okkar renni bara ofan í vasa örfárra einstaklinga sem eru þegar orðnir of ríkir. Við hljótum að vilja reyna að breyta einhverju og við erum alveg ótrúlega góð í að ná fram breytingu þegar við stöndum nógu mörg saman.Þú nefndir Búsáhaldabyltinguna, þetta er nú ekki alls ótengt eða hvað?„Nei ég held ekki. Ég held því miður að þegar hrunið átti sér stað þá sáum við inn í svona ormagryfju spillingar og rangláts kerfis. Og núna út af þessu Samherjamáli sem er auðvitað hræðilegt, erum við aftur að sjá heildarmyndina og reynum að bregðast við henni og ná fram einhverjum alvöru breytingum. Það er í raun og veru hliðstæðan sem ég held við getum algjörlega borið saman. Okkur tókst ýmislegt með mótmælunum síðast, okkur tókst ekki að ná fram þessu stóru kerfislægu breytingum sem við þurfum og við erum núna að gera seinna áhlaupið á okkar eigin kerfi til að skapa meira réttlæti“
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. 15. nóvember 2019 18:42 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. 15. nóvember 2019 18:42
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01