Óttast að mótmæli í Kongó komi niður á viðbrögðum gegn ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 08:21 Meðal annars krefjast mótmælendur þess að Sameinuðu þjóðirnar grípi til aðgerða gegn uppreisnarmönnum eða yfirgefi svæðið. Sameinuðu þjóðirnar eru með um 18 þúsund friðargæsluliða á svæðinu. AP/Al-hadji Kudra Maliro Læknar sem vinna gegn útbreiðslu ebólu í Kongó hafa leitað skjóls í borginni Beni eftir að íbúar réðust á stöðu Sameinuðu þjóðanna til að mótmæla ítrekuðum árásum uppreisnarmanna. Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hafa barist gegn ebólu á svæðinu en faraldurinn er næst versti í sögunni. Tedros Adhanom, yfirmaður WHO, segir ástandið harmleik og það koma niður á viðbragðinu við faraldrinum.AP fréttaveitan segir íbúa Beni reiða yfir því að uppreisnarmenn „Allied Democratic Forces“ haldi mannskæðum árásum sínum áfram, þrátt fyrir að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og hermenn Kongó haldi til í boginni. Hundruð almennra borgara hafa fallið í árásum ADF undanfarin ár og þar af átta í árás í Beni á sunnudagskvöld.Meðal annars krefjast mótmælendur þess að Sameinuðu þjóðirnar grípi til aðgerða gegn uppreisnarmönnum eða yfirgefi svæðið. Sameinuðu þjóðirnar eru með um 18 þúsund friðargæsluliða á svæðinu.Bæjarskrifstofa Beni var brennd í mótmælunum í gær auk áðurnefndrar herstöðvar. Sameinuðu þjóðirnar sögðu fljótt eftir mótmælin að ekki væri hægt að grípa til einhliða aðgerða á svæði þar sem herinn væri þegar virkur. Felix Tshisekedi, forseti Kongó, hélt neyðarfund í gær þar sem ákveðið var að leyfa sameiginlega aðgerðir hers Kongó og Sameinuðu þjóðanna. Frá því dreifing ebólu var skilgreind sem faraldur í ágúst í fyrra hafa minnst 3.100 manns smitast og þar af hafa 2.100 dáið. Undanfarið hefur þó dregið verulega úr smitum og hefur nokkrum sinnum komið fyrir í þessum mánuði að enginn smitaðist á einum degi. Svo WHO geti lýst því yfir að faraldrinum sé lokið þurfa 42 dagar að líða án nýrra smita. Austur-Kongó Ebóla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Læknar sem vinna gegn útbreiðslu ebólu í Kongó hafa leitað skjóls í borginni Beni eftir að íbúar réðust á stöðu Sameinuðu þjóðanna til að mótmæla ítrekuðum árásum uppreisnarmanna. Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hafa barist gegn ebólu á svæðinu en faraldurinn er næst versti í sögunni. Tedros Adhanom, yfirmaður WHO, segir ástandið harmleik og það koma niður á viðbragðinu við faraldrinum.AP fréttaveitan segir íbúa Beni reiða yfir því að uppreisnarmenn „Allied Democratic Forces“ haldi mannskæðum árásum sínum áfram, þrátt fyrir að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og hermenn Kongó haldi til í boginni. Hundruð almennra borgara hafa fallið í árásum ADF undanfarin ár og þar af átta í árás í Beni á sunnudagskvöld.Meðal annars krefjast mótmælendur þess að Sameinuðu þjóðirnar grípi til aðgerða gegn uppreisnarmönnum eða yfirgefi svæðið. Sameinuðu þjóðirnar eru með um 18 þúsund friðargæsluliða á svæðinu.Bæjarskrifstofa Beni var brennd í mótmælunum í gær auk áðurnefndrar herstöðvar. Sameinuðu þjóðirnar sögðu fljótt eftir mótmælin að ekki væri hægt að grípa til einhliða aðgerða á svæði þar sem herinn væri þegar virkur. Felix Tshisekedi, forseti Kongó, hélt neyðarfund í gær þar sem ákveðið var að leyfa sameiginlega aðgerðir hers Kongó og Sameinuðu þjóðanna. Frá því dreifing ebólu var skilgreind sem faraldur í ágúst í fyrra hafa minnst 3.100 manns smitast og þar af hafa 2.100 dáið. Undanfarið hefur þó dregið verulega úr smitum og hefur nokkrum sinnum komið fyrir í þessum mánuði að enginn smitaðist á einum degi. Svo WHO geti lýst því yfir að faraldrinum sé lokið þurfa 42 dagar að líða án nýrra smita.
Austur-Kongó Ebóla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira