Er sjálfbærni – kvöð eða tækifæri? Eva Magnúsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun