Ritstjóri New York Times segir Trump hafa stofnað lífi blaðamanna í hættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 10:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á tiltekna fjölmiðla í landinu. vísir/getty Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“ Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent