Foringjar gætu fallið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Stjórnmálaforingjarnir Olaf Scholz og Angela Merkel eiga undir högg að sækja í Þýskalandi. Nordicphotos/Getty Í fylkiskosningunni í Þýringalandi þann 27. október síðastliðinn guldu stjórnarflokkarnir tveir afhroð. Kristilegir demókratar töpuðu þriðjungi af sínu fylgi og höfnuðu í þriðja sæti með innan við 22 prósent. Sósíaldemókratar fengu aðeins rúm 8 prósent. Róttæku flokkarnir unnu kosningarnar, Vinstrið fékk 31 prósent og hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland rúmlega 23 prósent. Úrslitin í Þýringalandi ríma vel við önnur kosningaúrslit á árinu, í Brandenburg, Bremen og Saxlandi. Kjósendur eru óánægðir með stóru flokkana tvo og þó svo að langt sé í næstu kosningar, sem fram fara haustið 2021, eru flokksmenn sjálfir einnig farnir að ókyrrast, sér í lagi meðal Sósíaldemókrata. Sósíaldemókratar hafa verið í leiðtogakrísu um þó nokkurt skeið. Andrea Nahles sagði sig frá leiðtogahlutverkinu í júní eftir að flokkurinn tapaði 11 af 27 sætum sínum í kosningum til Evrópusambandsþingsins. Fóru þau sæti að mestu leyti til Græningja. Kosningar standa nú yfir innan flokks um næsta leiðtoga og verða úrslitin ljós þann 8. desember. Samkvæmt könnunum hefur Olaf Scholz, fjármálaráðherra og varakanslari, forystu í kosningunum. Hann er á miðjunni, hefur beitt sér fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstrinum og er ekki líklegur til að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu. Með honum býður fram Klara Geywitz, fylkisþingmaður frá Brandenburg. Þeim ógna hins vegar þingmaðurinn Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans, sem eru lengra til vinstri og vilja umtalsvert meiri ríkisútgjöld en Scholz hefur leyft. „Við þurfum 240 milljarða evra fyrir skóla, vegi, járnbrautir. Við þurfum líka 100 milljarða fyrir aukna stafvæðingu,“ sagði Walter-Borjans nýlega. Ef Esken og Walter-Borjans vinna kosningarnar er óvíst að núverandi stjórnarsamstarf haldi og að Sósíaldemókratar leiti frekar til Vinstrisins. Varnarmálaráðherrann Annegret Kramp-Karrenbauer tók við af Angelu Merkel fyrir tæpu ári sem leiðtogi Kristilegra demókrata, en tíð hennar hefur markast af kosningaósigrum. Auk fylkiskosninganna tapaði flokkurinn 5 af 34 þingsætum á Evrópuþinginu, aðallega til Valkosts fyrir Þýskaland. Jafnt og þétt hefur andstaðan við hana byggst upp í flokknum og samkvæmt könnunum nýtur hún aðeins 13 prósenta vinsælda meðal almennings. Landsþing Kristilegra demókrata hefst í borginni Leipzig föstudaginn 22. nóvember og búist er við því að Kramp-Karrenbauer fái töluverða andstöðu þar, jafnvel að henni verði steypt af stóli. Sá sem helst kemur til greina sem arftaki er fyrrverandi þingmaðurinn Friedrich Merz, sem tapaði leiðtogakosningu fyrir Kramp-Karrenbauer í fyrra. Á þessu ári hefur hann nýtt sér kosningaósigrana og gagnrýnt stjórn flokksins, samstarfið við Sósíaldemókrata og Angelu Merkel. Hann hefur ekki sagt það beint út að hann vilji í stjórn með Valkosti fyrir Þýskaland en virðist hallast í þá átt. Eftir kosninguna í Þýringalandi skrifuðu 17 flokksmenn Kristilegra demókrata stjórninni bréf þess efnis að flokkurinn ætti að vera reiðubúinn að starfa með öllum lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Í fylkiskosningunni í Þýringalandi þann 27. október síðastliðinn guldu stjórnarflokkarnir tveir afhroð. Kristilegir demókratar töpuðu þriðjungi af sínu fylgi og höfnuðu í þriðja sæti með innan við 22 prósent. Sósíaldemókratar fengu aðeins rúm 8 prósent. Róttæku flokkarnir unnu kosningarnar, Vinstrið fékk 31 prósent og hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland rúmlega 23 prósent. Úrslitin í Þýringalandi ríma vel við önnur kosningaúrslit á árinu, í Brandenburg, Bremen og Saxlandi. Kjósendur eru óánægðir með stóru flokkana tvo og þó svo að langt sé í næstu kosningar, sem fram fara haustið 2021, eru flokksmenn sjálfir einnig farnir að ókyrrast, sér í lagi meðal Sósíaldemókrata. Sósíaldemókratar hafa verið í leiðtogakrísu um þó nokkurt skeið. Andrea Nahles sagði sig frá leiðtogahlutverkinu í júní eftir að flokkurinn tapaði 11 af 27 sætum sínum í kosningum til Evrópusambandsþingsins. Fóru þau sæti að mestu leyti til Græningja. Kosningar standa nú yfir innan flokks um næsta leiðtoga og verða úrslitin ljós þann 8. desember. Samkvæmt könnunum hefur Olaf Scholz, fjármálaráðherra og varakanslari, forystu í kosningunum. Hann er á miðjunni, hefur beitt sér fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstrinum og er ekki líklegur til að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu. Með honum býður fram Klara Geywitz, fylkisþingmaður frá Brandenburg. Þeim ógna hins vegar þingmaðurinn Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans, sem eru lengra til vinstri og vilja umtalsvert meiri ríkisútgjöld en Scholz hefur leyft. „Við þurfum 240 milljarða evra fyrir skóla, vegi, járnbrautir. Við þurfum líka 100 milljarða fyrir aukna stafvæðingu,“ sagði Walter-Borjans nýlega. Ef Esken og Walter-Borjans vinna kosningarnar er óvíst að núverandi stjórnarsamstarf haldi og að Sósíaldemókratar leiti frekar til Vinstrisins. Varnarmálaráðherrann Annegret Kramp-Karrenbauer tók við af Angelu Merkel fyrir tæpu ári sem leiðtogi Kristilegra demókrata, en tíð hennar hefur markast af kosningaósigrum. Auk fylkiskosninganna tapaði flokkurinn 5 af 34 þingsætum á Evrópuþinginu, aðallega til Valkosts fyrir Þýskaland. Jafnt og þétt hefur andstaðan við hana byggst upp í flokknum og samkvæmt könnunum nýtur hún aðeins 13 prósenta vinsælda meðal almennings. Landsþing Kristilegra demókrata hefst í borginni Leipzig föstudaginn 22. nóvember og búist er við því að Kramp-Karrenbauer fái töluverða andstöðu þar, jafnvel að henni verði steypt af stóli. Sá sem helst kemur til greina sem arftaki er fyrrverandi þingmaðurinn Friedrich Merz, sem tapaði leiðtogakosningu fyrir Kramp-Karrenbauer í fyrra. Á þessu ári hefur hann nýtt sér kosningaósigrana og gagnrýnt stjórn flokksins, samstarfið við Sósíaldemókrata og Angelu Merkel. Hann hefur ekki sagt það beint út að hann vilji í stjórn með Valkosti fyrir Þýskaland en virðist hallast í þá átt. Eftir kosninguna í Þýringalandi skrifuðu 17 flokksmenn Kristilegra demókrata stjórninni bréf þess efnis að flokkurinn ætti að vera reiðubúinn að starfa með öllum lýðræðislega kjörnum fulltrúum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira