Nú verður hann alltaf hluti af henni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:53 Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt. Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt.
Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira