Skipulag byggðar og samgangna á vendipunkti Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:00 Loftslagsmálin eru komin á dagskrá. Loksins. Þótt það séu ekki ný sannindi að loftslag sé að hitna af mannavöldum, þá er nú loks svo komið að almenn samstaða og skilningur er um það í samfélaginu að aðgerða sé þörf og það strax. Loftslagsógnin er vendipunktur. Hann felur í sér að við þurfum að breyta í grundvallaratriðum mörgum af siðum okkar og venjum. Það gleðilega er að margar þessara breytinga geta falið í sér aukin lífsgæði. Það á ekki síst við í skipulagsmálum.„Þangað til allir fullorðnir hafa hver sína bifreið“ Þótt skipulag byggðar hafi lengst af byggst á sömu grundvallarhugmyndunum höfum við áður séð mikla kúvendingu verða á ríkjandi stefnum og straumum í skipulagsmálum. Þar ber hæst sú nálgun sem varð ráðandi í skipulagi byggðar og samgangna um og upp úr miðri 20. öldinni, sem fól í sér grundvallarbreytingu á skipulagi bæja frá því sem áður var. Byggð varð nær alfarið útfærð á forsendum einkabílsins – með miklum umferðarmannvirkjum og dreifðari og aðgreindari byggð en áður hafði þekkst. Svo langt gekk þessi hugsun í því íslenska skipulagsplaggi, sem orðið hefur nokkurskonar persónugervingur þessarar stefnu, Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83, að þar segir beinlínis að nauðsynlegt sé að halda út almenningssamgöngum þar sem ætíð muni verða hópar (börn og gamalmenni) sem ekki geta ekið bifreið, auk þess sem að það muni líða allmörg ár, þar til allir fullorðnir hafa hver sinn bíl til umráða. Árið 1980 voru 375 fólksbílar á hverja 1000 íbúa. Nú eru þeir 755, sem lætur nærri að vera einn fólksbíll á hvern landsmann, 17 ára og eldri.Einkabíllinn í senn þarfaþing og gallagripur Eins mikið þarfaþing og einkabíllinn er, þá er hann gallagripur þegar kemur að skipulagi byggðar. Hann er frekur á innviði sem eru samfélaginu kostnaðarsamir, hann er dýr í rekstri fyrir einstaklinga og fjölskyldur, hann tekur gríðarmikið af bæjarlandi og bæjarrýmum undir aksturleiðir og bílastæði. Hann veldur loftmengun og hávaða, er slysavaldur og á þátt í því að við hreyfum okkur minna í daglegu lífi en æskilegt er. Við þetta bætist að samgöngur eru ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Loftslagsógnin sem hreyfiafl betra skipulags Það síðastnefnda getum við og eigum að takast á við með orkuskiptum í samgöngum. Það er augljóst skref í rétta átt. Það er hinsvegar mikilvægt að átta sig á að það er þörf á róttækari breytingum í skipulags- og samgöngumálum en eingöngu að skipta um orkugjafa bíla. Það er beinn ávinningur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið almennt að skipulag byggðar sé grundvallað á manneskjunni en ekki bílnum. Það þýðir ekki að við hættum að keyra bíla eða að fara akandi á milli staða. En það þarf að verða varanleg og merkjanleg breyting á forgangsröðun okkar við skipulag byggðar og samgangna, þar sem manneskjan og hinn mannlegi mælikvarði verði ávallt í forgrunni. Ein birtingarmynd þessa er áhersla á öfluga byggðarkjarna og hverfi þar sem fjöldi og nánd fólks skapar forsendur fyrir öflugri nærþjónustu og nærsamfélagi. Þar sem margar vegalengdir daglegs lífs eru vel viðráðanlegar gangandi, á rafskottum eða reiðhjóli og þar sem tíðar og traustar almenningssamgöngur eru raunverulegur valkostur við einkabílinn, þegar fara þarf um lengri veg. Með þessu skapast val fyrir einstaklinga og fjölskyldur um það hvort verja á stórum hluta útgjalda heimilis í fyrsta, annan, þriðja eða fjórða bílinn; hreyfing eykst í daglegu lífi, nærsamfélög í hverfum og bæjum styrkjast, loftgæði aukast og svona mætti áfram telja. Það má þessvegna segja að loftslagsógnin beini okkur til að gera breytingar á skipulagi byggðar og samgangna sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði á margvíslegan hátt. Hreyfing í þessa veru er þegar til staðar í skipulagsvinnu hér landi, en það þarf að tryggja að hún nái að setja mark sitt á og verða leiðarstef í stjórnkerfi og allri ákvarðanatöku skipulags- og samgöngumála. Við á Skipulagsstofnun stöndum í dag fyrir Skipulagsdeginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn er árlegur viðburður þar sem færi gefst til að ræða það sem er efst á baugi á sviði skipulagsmála. Án efa munu loftslagsáskoranirnar setja svip sinn á umræðu dagsins að þessu sinni.Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Samgöngur Skipulag Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru komin á dagskrá. Loksins. Þótt það séu ekki ný sannindi að loftslag sé að hitna af mannavöldum, þá er nú loks svo komið að almenn samstaða og skilningur er um það í samfélaginu að aðgerða sé þörf og það strax. Loftslagsógnin er vendipunktur. Hann felur í sér að við þurfum að breyta í grundvallaratriðum mörgum af siðum okkar og venjum. Það gleðilega er að margar þessara breytinga geta falið í sér aukin lífsgæði. Það á ekki síst við í skipulagsmálum.„Þangað til allir fullorðnir hafa hver sína bifreið“ Þótt skipulag byggðar hafi lengst af byggst á sömu grundvallarhugmyndunum höfum við áður séð mikla kúvendingu verða á ríkjandi stefnum og straumum í skipulagsmálum. Þar ber hæst sú nálgun sem varð ráðandi í skipulagi byggðar og samgangna um og upp úr miðri 20. öldinni, sem fól í sér grundvallarbreytingu á skipulagi bæja frá því sem áður var. Byggð varð nær alfarið útfærð á forsendum einkabílsins – með miklum umferðarmannvirkjum og dreifðari og aðgreindari byggð en áður hafði þekkst. Svo langt gekk þessi hugsun í því íslenska skipulagsplaggi, sem orðið hefur nokkurskonar persónugervingur þessarar stefnu, Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83, að þar segir beinlínis að nauðsynlegt sé að halda út almenningssamgöngum þar sem ætíð muni verða hópar (börn og gamalmenni) sem ekki geta ekið bifreið, auk þess sem að það muni líða allmörg ár, þar til allir fullorðnir hafa hver sinn bíl til umráða. Árið 1980 voru 375 fólksbílar á hverja 1000 íbúa. Nú eru þeir 755, sem lætur nærri að vera einn fólksbíll á hvern landsmann, 17 ára og eldri.Einkabíllinn í senn þarfaþing og gallagripur Eins mikið þarfaþing og einkabíllinn er, þá er hann gallagripur þegar kemur að skipulagi byggðar. Hann er frekur á innviði sem eru samfélaginu kostnaðarsamir, hann er dýr í rekstri fyrir einstaklinga og fjölskyldur, hann tekur gríðarmikið af bæjarlandi og bæjarrýmum undir aksturleiðir og bílastæði. Hann veldur loftmengun og hávaða, er slysavaldur og á þátt í því að við hreyfum okkur minna í daglegu lífi en æskilegt er. Við þetta bætist að samgöngur eru ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Loftslagsógnin sem hreyfiafl betra skipulags Það síðastnefnda getum við og eigum að takast á við með orkuskiptum í samgöngum. Það er augljóst skref í rétta átt. Það er hinsvegar mikilvægt að átta sig á að það er þörf á róttækari breytingum í skipulags- og samgöngumálum en eingöngu að skipta um orkugjafa bíla. Það er beinn ávinningur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið almennt að skipulag byggðar sé grundvallað á manneskjunni en ekki bílnum. Það þýðir ekki að við hættum að keyra bíla eða að fara akandi á milli staða. En það þarf að verða varanleg og merkjanleg breyting á forgangsröðun okkar við skipulag byggðar og samgangna, þar sem manneskjan og hinn mannlegi mælikvarði verði ávallt í forgrunni. Ein birtingarmynd þessa er áhersla á öfluga byggðarkjarna og hverfi þar sem fjöldi og nánd fólks skapar forsendur fyrir öflugri nærþjónustu og nærsamfélagi. Þar sem margar vegalengdir daglegs lífs eru vel viðráðanlegar gangandi, á rafskottum eða reiðhjóli og þar sem tíðar og traustar almenningssamgöngur eru raunverulegur valkostur við einkabílinn, þegar fara þarf um lengri veg. Með þessu skapast val fyrir einstaklinga og fjölskyldur um það hvort verja á stórum hluta útgjalda heimilis í fyrsta, annan, þriðja eða fjórða bílinn; hreyfing eykst í daglegu lífi, nærsamfélög í hverfum og bæjum styrkjast, loftgæði aukast og svona mætti áfram telja. Það má þessvegna segja að loftslagsógnin beini okkur til að gera breytingar á skipulagi byggðar og samgangna sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði á margvíslegan hátt. Hreyfing í þessa veru er þegar til staðar í skipulagsvinnu hér landi, en það þarf að tryggja að hún nái að setja mark sitt á og verða leiðarstef í stjórnkerfi og allri ákvarðanatöku skipulags- og samgöngumála. Við á Skipulagsstofnun stöndum í dag fyrir Skipulagsdeginum í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn er árlegur viðburður þar sem færi gefst til að ræða það sem er efst á baugi á sviði skipulagsmála. Án efa munu loftslagsáskoranirnar setja svip sinn á umræðu dagsins að þessu sinni.Höfundur er forstjóri Skipulagsstofnunar.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun