Táknmynd illskunnar Davíð Stefánsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun